Libia

Ur Wikipediu, frjalsa alfræðiritinu
???? ?????
Dawlat L?biyy?
Fáni Líbíu Skjaldarmerki Líbíu
Fani Skjaldarmerki
Þjoðsongur :
Libya, Libya, Libya
Staðsetning Líbíu
Hofuðborg Tripoli
Opinbert tungumal arabiska
Stjornarfar Braðabirgðastjorn

Formaður forsetaraðs Mohamed al-Menfi
Forsætisraðherra Abdul Hamid Dbeibeh
Sjalfstæði
 ? fra Italiu 10. februar , 1947  
 ? valdaran Gaddafis 1. september 1969 
 ?  libiska byltingin 17. februar 2011 
Flatarmal
 ? Samtals
16. sæti
1.759.541 km²
Mannfjoldi
 ? Samtals (2021)
 ?  Þettleiki byggðar
108. sæti
6.959.000
3,74/km²
VLF ( KMJ ) aætl. 2020
 ? Samtals 31,531 millj. dala
 ? A mann 4.746 dalir
VÞL (2019) 0.724 ( 105. sæti )
Gjaldmiðill Dinar
Timabelti UTC +2
Þjoðarlen .ly
Landsnumer +218

Libia ( arabiska : ?????, umritað L?biyy? ) er land i Norður-Afriku með strandlengju við Miðjarðarhaf , a milli Egyptalands og Alsir og Tunis , með landamæri að Sudan , Tjad og Niger i suðri. Landið skiptist sogulega i þrja landshluta, Tripolitana , Fezzan og Kyrenæku . Libia er um 1,76 milljon ferkilometrar að stærð og 17. stærsta land heims. Landinu stjornar nu braðabirgðastjorn eftir að einræðisstjorn Muammar Gaddafi var steypt af stoli arið 2011 .

Hofuðborgin Tripoli er jafnframt stærsta borg landsins með 1,7 milljon ibua. Langflestir ibuar landsins bua við strondina i borgunum Tripoli, Benghazi og Misrata en suðurhluti landsins er mjog strjalbyll. Þar bua Tubuar i Tibestifjollum við landamærin að Tjad . I vesturhlutanum bua einnig Berbar og Tuaregar . 97% ibua eru muslimar . Efnahagur landsins byggist fyrst og fremst a utflutningi jarðoliu og oliuafurða sem stendur undir 80% af vergri landsframleiðslu og er 97% utflutnings. Arið 2009 var Libia með einn hæsta stuðul Afriku i visitolu um þroun lifsgæða og fimmtu mestu landsframleiðslu i alfunni.

Libia a ser mjog langa sogu. Berbar hofu að setjast þar að a siðbronsold . Fonikumenn stofnuðu þar verslunarstaði við strondina og a 5. old f.Kr. rikti su stærsta þeirra, Karþago , yfir storum hluta Norður-Afriku. Forn-Grikkir stofnuðu aftur borgina Kyrene i austurhluta landsins. Svæðið þar i kring varð siðan þekkt sem Kyrenæka. Persaveldi naði Kyrenæku a sitt vald 525 f.Kr. og næstu ar var landið ymist undir stjorn Persa eða Forn-Egypta . Eftir landvinninga Alexanders mikla varð Kyrenæka hluti af Ptolemajarikinu . Eftir sigur Romverja i orrustunni um Karþago 146 f.Kr. varð Tripolitana upphaflega hluti af Numidiu en Romverjar gerðu alla hluta landsins að skattlondum a 1. old f.Kr. Borgunum tok að hnigna um leið og Romaveldi hnignaði. Um miðja 7. old lagði her Rasjidunkalifadæmisins londin undir sig. Berbar toku þa upp islam en borðust jafnframt gegn auknum yfirraðum Araba næstu aldirnar. Þeir stofnuðu riki Hafsida 1229 sem rikti yfir londunum þar til Tyrkjaveldi lagði þau undir sig 1574 . Upphaflega var pasja staðsettur i Tripoli en siðar dey . A 19. old tok Libia þatt i Barbaristriðunum sem Bandarikin haðu gegn Norður-Afrikurikjunum til að stoðva sjoran a Miðjarðarhafi og Atlantshafi .

I kjolfar striðs Italiu og Tyrklands (1911-12) lagði Italia heruðin þrju (Tripolitana, Fezzan og Kyrenæku) undir sig og kallaði þau upphaflega Itolsku Norður-Afriku en siðan ?Libyu“ fra 1934 . Það var upphaflega nafn sem Forn-Grikkir notuðu um alla Norður-Afriku. Andspyrna gegn yfirraðum Itala var barin niður af mikilli horku. Bandamenn naðu Libyu af Itolum arið 1943 og eftir að striðinu lauk var landið afram hernamssvæði. Arið 1951 lysti Libya yfir sjalfstæði og konungsriki var stofnað undir stjorn Idriss konungs. Uppgotvun mikilla oliulinda arið 1959 varð til þess að landið auðgaðist mjog um leið og spenna milli olikra hagsmunahopa jokst. Þann 1. september 1969 framdi hopur ungra herforingja undir stjorn hins 27 ara gamla Muammar Gaddafi valdaran. Gaddafi stofnaði siðan alþyðulyðveldi i anda sosialisma en stjorn hans var i reynd alræðisstjorn . Gaddafi var steypt af stoli og hann drepinn i libisku borgarastyrjoldinni arið 2011. Fljotlega eftir það braust onnur borgarastyrjoldin i Libiu ut þar sem rikisstjornir i Tripoli og Tobruk, asamt ymsum herflokkum, tokust a um stjorn landsins. Vopnahle var samþykkt arið 2020 og sameinuð rikisstjorn tok við voldum.

Libia hefur verið aðili að Sameinuðu þjoðunum fra 1955, og a aðild að Samtokum hlutlausra rikja , Arabandalaginu , Samtokum um islamska samvinnu og Samtokum oliuframleiðslurikja . Islam er opinber truarbrogð i landinu og 96,6% ibua eru sunnitar .

Heiti [ breyta | breyta frumkoða ]

Nafnið ?Libia“ kemur fyrst fyrir i aletrun fra timum Ramsesar 2. sem rbw . Þetta nafn var almennt heiti a storu bandalagi Berba sem bjuggu a frjosomum landsvæðum i Kyrenæku og Marmariku : ?Konungurinn Meryey leiddi 40.000 manna her og bandalag ættbalka sem nefnist ?hofðingjar Libua“ i striði gegn Mernepta farao arið 5 (1208 f.o.t.)“. [1] Þessi atok eru nefnd i Storu Karnakaletruninni i vesturhluta Nilarosa a 5. og 6. rikisari Mernepta og þeim lyktaði með osigri Meryeys.

Nafnið Libia er dregið af Libu eða Libu? (griska: Λιβ?η Liby? ) sem visaði almennt til ibua Kyrenæku og Marmariku. Það var endurvakið arið 1934 sem heiti a nylendunni Itolsku Libiu [2] til að taka við af eldri heitum Tripolitonu sem aður heyrði undir Tyrkjaveldi. Upphaflega hafði italski landfræðingurinn Federico Minutilli stungið upp a þessu heiti arið 1903. [3]

Libia fekk sjalfstæði arið 1951 sem ? sameinaða konungsrikið Libia “ ( arabiska : ??????? ??????? ??????? al-Mamlakah al-L?biyyah al-Mutta?idah ), en breytti nafninu i ?konungsrikið Libia“ (??????? ??????? al-Mamlakah al-L?biyyah ) arið 1963. Eftir að Muammar Gaddafi leiddi valdaran gegn konunginum arið 1969 var nafni landsins breytt i ?arabiska lyðveldið Libia“. (????????? ??????? ??????? al-Jumh?riyyah al-‘Arabiyyah al-L?biyyah ). Opinbert heiti landsins fra 1977 til 1986 var ?sosialiska arabiska alþyðulyðveldið Libia“ (?????????? ??????? ??????? ??????? ??????????) og ?hið mikla sosialiska arabiska alþyðulyðveldi Libia“ [4] (?????????? ??????? ??????? ??????? ?????????? ??????, [5] al-Jam?h?riyyah al-‘Arabiyyah al-L?biyyah ash-Sha‘biyyah al-Ishtir?kiyyah al-‘Udma ) fra 1986 til 2011.

Libiska þjoðarraðið sem var stofnað 2011 notaði einfaldlega nafnið ?Libia“ og Sameinuðu þjoðirnar viðurkenndu landið opinberlega sem ?Libiu“ arið 2011 [6] eftir beiðni fra fastanefnd Libiu sem visaði i stjornarskraryfirlysingu Libiu fra 3. agust 2011. I november 2011 var ISO 3166-1-staðlinum breytt þannig að nytt nafn landsins varð ?Libya“ a ensku og ?Libye“ a fronsku. [7]

I desember 2017 tilkynnti fastanefnd Libiu Sameinuðu þjoðunum að opinbert heiti landsins yrði her eftir ?Libiuriki“ en ?Libia“ yrði afram styttri utgafa nafnsins. [8]

Landfræði [ breyta | breyta frumkoða ]

Sandoldur, klettar og fjoll i Tadrart Acacus, eyðimerkursvæði i suðvesturhluta Libiu.

Libia er 1.759.540 km² að stærð og er þvi 16. stærsta land heims. Landið a strond að Miðjarðarhafi i norðri og landamæri að Tunis og Alsir i vestri, Niger i suðvestri, Tjadi suðri, Sudan i suðaustri og Egyptalandi i austri. Libia er a milli 19. og 34. breiddargraðu norður og 9. og 26. lengdargraðu austur.

Strond Libiu er 1.770 km að lengd, su lengsta af strondum allra Afrikurikja við Miðjarðarhaf. [9] [10] Hafsvæðið við strond Libiu er stundum kallað Libiuhaf . Loftslag er mjog þurrt eyðimerkurloftslag að mestu, en i norðurheruðunum er mildara Miðjarðarhafsloftslag . [11]

Helsta natturuvain i Libiu eru þurr og heitur svækjuvindur (sem i Libiu nefnist gibli ) og blæs ur suðri i einn til fjora daga i senn a vorin og haustin. Auk hans ganga stundum ryk- og sandstormar yfir landið. Vinjar finnast a við og dreif i eyðimorkinni i Libiu. Þær helstu eru Ghadames og Kufra . [12] Libia er eitt af solrikustu og þurrustu londum heims ut af rikjandi eyðimerkurloftslagi.

Libia var leiðandi i verndun villtra dyra i Afriku þegar El Kouf-natturuverndarsvæðið var stofnað arið 1975. Eftir fall stjornar Gaddafis hefur veiðþjofnaður aukist mikið. Dyrafræðingurinn Khaled Ettaieb hefur talað um að fyrir fall stjornarinnar hafi jafnvel veiðirifflar verið bannaðir, en nu felli veiðiþjofar dyr með striðstolum og allt að 200 gasellur hafi fundist i forum hersveita sem drepa þær ser til skemmtunar. [13]

Stjornmal [ breyta | breyta frumkoða ]

Stjornsyslueiningar [ breyta | breyta frumkoða ]

Umdæmi Libyu fra 2007

Sogulega skiptist Libia milli þriggja heraða (eða fylkja), Tripolitana i norðvestri, Kyrenæku i austri og Fezzan i suðvestri. Þessi þrju heruð mynduðu fyrst eitt riki þegar Italia vann þau af Tyrkjaveldi arið 1912 .

Fra 2007 hefur Libya skipst i 22 umdæmi ( baladiyat ):

Tilvisanir [ breyta | breyta frumkoða ]

  1. Roberts, Peter (2006). HSC Ancient History . Pascal Press. ISBN   9781741251784 . Afrit af uppruna a 31. mai 2021 . Sott 26. mai 2020 .
  2. ?Preservation of the Libyan culture“ . Tafsuit.com. 6. juni 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. mai 2013 . Sott 23. desember 2012 .
  3. "Bibliografia della Libia"; Bertarelli , p. 177.
  4. ?Great Socialist People's Libyan Arab Jamahiriya: Libya“ . Geographical Names . Afrit af uppruna a 18. januar 2012 . Sott 1. november 2011 .
  5. ??????????? ??????? ??????? ??????? ??????????: Libya“ . Geographical Names . Afrit af uppruna a 24. juli 2014 . Sott 26. februar 2014 .
  6. ?United Nations interoffice memorandum dated 16 September 2011 from Desmond Parker, Chief of Protocol, to Shaaban M. Shaaban, Under-Secretary-General for General Assembly and Conference Management, attaching memorandum from Stadler Trengove, Senior Legal Officer“ . United Nations . 16. september 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. januar 2013 . Sott 5. februar 2013 .
  7. ?ISO 3166-1 Newsletter VI-11: Name change for Libya“ (PDF) . International Organization for Standardization. 8. november 2011. Afrit (PDF) af uppruna a 17. januar 2012 . Sott 13. desember 2011 .
  8. ? "State of Libya" in UNTERM (United Nations terminology database)“ . United Nations. Afrit af uppruna a 5. januar 2018 . Sott 5. januar 2018 .
  9. ?Libya Background“ . Education Libya. 30. mars 2004. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. april 2004.
  10. ?Field Listings ? Coastlines“ . The World Factbook . Afrit af uppruna a 16. juli 2017 . Sott 5. februar 2013 .
  11. ?Weather and Climate in Libya“ . Southtravels.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. juni 2013 . Sott 23. desember 2012 .
  12. ?Old Town of Ghadames (1986) Libyan Arab Jamahirya“ . World Cultural Heritage . 20. juli 2006. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. agust 2016 . Sott 10. agust 2016 .
  13. ?Le Maghreb prend conscience du declin de sa biodiversite“ . 4. agust 2020. Afrit af uppruna a 15. april 2021 . Sott 13. oktober 2020 .
   Þessi Afriku grein er stubbur . Þu getur hjalpað til með þvi að bæta við greinina .