Bolivia

Ur Wikipediu, frjalsa alfræðiritinu
Fjolþjoðarikið Bolivia
Estado Plurinacional de Bolivia ( spænska )
Teta Hetavoregua Mborivia
( gvarani )
Wuliwya Suyu
( aymara )
Puliwya Mamallaqta
( quechua )
Fáni Bólivíu Skjaldarmerki Bólivíu
Fani Skjaldarmerki
Kjororð :
¡La union es la fuerza!  ( spænska )
Samheldni er styrkur!
Þjoðsongur :
Bolivianos, el hado propicio
Staðsetning Bólivíu
Hofuðborg Sukre (loggjafavald og domsvald) La Paz (aðsetur stjornar)
Opinbert tungumal spænska , quechua , aymara og guarani , asamt 33 oðrum frumbyggjamalum
Stjornarfar Lyðveldi

Forseti Luis Arce
Sjalfstæði fra Spani
 ? Yfirlyst 6. agust 1825 
 ? Viðurkennt 21. juli 1847 
Flatarmal
 ? Samtals
 ? Vatn (%)
27. sæti
1.098.581 km²
1,29
Mannfjoldi
 ? Samtals (2022)
 ?  Þettleiki byggðar
79. sæti
12.054.379
10,4/km²
VLF ( KMJ ) aætl. 2022
 ? Samtals 118,8 millj. dala ( 94. sæti )
 ? A mann 9.933 dalir ( 120. sæti )
VÞL (2021) 0.692 ( 114. sæti )
Gjaldmiðill boliviani (BOB)
Timabelti UTC- 4
Þjoðarlen .bo
Landsnumer +591

Bolivia er landlukt land i miðvesturhluta Suður-Ameriku . Hofuðborg Boliviu samkvæmt stjornarskra er Sucre en stjornarsetur er i borginni La Paz . Stærsta og helsta iðnaðarborg landsins er Santa Cruz de la Sierra sem er staðsett i heraðinu Llanos Orientales , laglendi i austurhluta landsins.

Bolivia er oskipt riki með niu umdæmi . Það nær fra Andesfjollum i vestri að laglendi i austri sem er hluti af vatnasviði Amasonfljots . Bolivia a landamæri að Brasiliu i norðri og austri, Paragvæ og Argentinu i suðri, og Sile og Peru i vestri. Þriðjungur landsins er innan Andesfjalla. Bolivia er fimmta stærsta land Suður-Ameriku a eftir Brasiliu , Argentinu , Peru og Kolumbiu . Það er, asamt Paragvæ , annað af tveimur landluktum londum alfunnar, 7. stærsta landlukta land heims og stærsta landlukta land suðurhvelsins .

Ibuar Boliviu eru um 11 milljonir af fjolbreyttum uppruna. Spænska er opinbert mal landsins en þar eru lika toluð 36 frumbyggjamal sem hafa opinbera stoðu. Stærst þeirra eru gvarani , aymara og quechua .

Fyrir komu Spanverja var sa hluti landsins sem er i Andesfjollum hluti af Inkaveldinu , en laglendið i norðri og austri var byggt sjalfstæðum þjoðum. Spænskir landvinningamenn fra Cuzco og Asuncion logðu þetta svæði undir sig a 16. old. A nylendutimanum heyrði landið undir Konunglega yfirrettinn i Charcas . Spanverjar byggðu veldi sitt að storum hluta upp með silfri sem unnið var ur namum i Boliviu . Arið 1809 hofst sjalfstæðisbaratta sem stoð i 16 ar. Arið 1825 var lyðveldið Bolivia stofnað og nefnt i hofuðið a Simoni Bolivar . A 19. og 20. old missti Bolivia yfirrað yfir landamæraheruðum, þar a meðal strandlengjunni sem Chile lagði undir sig 1879. Stjornmal voru nokkuð stoðug i Boliviu þar til Hugo Banzer leiddi herforingjabyltingu gegn sosialiska leiðtoganum Juan Jose Torres 1971. Stjorn Banzers reðist af horku gegn vinstrimonnum i landinu og beitti pyntingum og aftokum an doms og laga gegn obreyttum borgurum. Banzer var hrakinn fra voldum 1978 en varð siðar lyðræðislega kjorinn forseti fra 1997 til 2001.

Bolivia er aðili að Sameinuðu þjoðunum , Alþjoðagjaldeyrissjoðnum , Samtokum hlutlausra rikja , Samtokum Amerikurikja , Samstarfssamningi Amasonrikja , Suðurbankanum , ALBA og Bandalagi Suður-Amerikuþjoða . Bolivia er annað fatækasta land Suður-Ameriku. Landið er þrounarland sem situr um miðbik Visitolu um þroun lifsgæða . 38,6% ibua eru undir alþjoðlegum fatæktarmorkum. Efnahagslif landsins byggist a landbunaði , skogrækt , fiskveiðum , namavinnslu og framleiðslu a textil, malmum og eldsneyti. Bolivia byr yfir verðmætum malmum eins og tini , silfri og litini . Bolivia framleiðir um 80% af heimsframleiðslu brasiliuhnetna .

Heiti [ breyta | breyta frumkoða ]

Bolivia heitir eftir byltingarleiðtoganum Simon Bolivar sem var foringi i sjalfstæðisstriðum Spænsku Ameriku . [1] Antonio Jose de Sucre , leiðtogi Venesuela, hafði fengið þa kosti fra Bolivar að annað hvort sameina Charcas og Peru, sameinast Sameinuðum heruðum Rio de la Plata eða lysa formlega yfir sjalfstæði fra Spani sem nytt sjalfstætt riki. Sucre akvað að bua til nytt riki og nefndi það eftir Bolivar þann 6. agust 1825. [2]

Upphaflega het rikið Lyðveldið Bolivar. Nokkrum dogum siðar stakk Manuel Martin Cruz upp a breytingu þannig að nafnið yrði Bolivia . Nafnið var samþykkt þann 3. oktober 1825. Arið 2009 var opinberu heiti landsins breytt i stjornarskra i ?fjolþjoðarikið Bolivia“ ( Estado Plurinacional de Bolivia ) til að leggja aherslu a fjolbreyttan uppruna ibua og aukin rettindi frumbyggja. [3] [4]

Saga [ breyta | breyta frumkoða ]

Seinni hluti 20. aldar [ breyta | breyta frumkoða ]

Arið 1971 framdi Hugo Banzer Suarez valdaran með stuðningi CIA og steypti Torres forseta af stoli.

Eftir 12 ara rostursama valdatið varð klofningur innan Þjoðarhreyfingarinnar. Arið 1964 steypti herforingjaklika Estenssoro forseta af stoli i byrjun þriðja kjortimabils hans. Eftir lat herforingjans Rene Barrientos Ortuno , sem var kosinn forseti arið 1966, tok við roð veikra rikisstjorna. Otti við vaxandi vinsældir sosialistaforingjans Juan Jose Torres leiddi til valdarans hersins sem setti Hugo Banzer Suarez a forsetastol arið 1971. Torres fluði fra Boliviu en var rænt og hann myrtur i tengslum við Kondoraætlunina arið 1976. [5]

Leyniþjonusta Bandarikjanna (CIA) bæði fjarmagnaði og þjalfaði herforingjastjorn Boliviu a 7. aratugnum. Byltingarleiðtoginn Che Guevara var myrtur af hopi leyniþjonustumanna og boliviskra hermanna 9. oktober 1967 i Boliviu. [6] Leyniþjonustumaðurinn Felix Rodriguez sagðist hafa fengið skipun fra forseta landsins um aftoku Guevara þar sem atti að lata lita svo ut sem Guevara hefði fallið i atokum við hermennina. [7]

Kosningar arin 1979 og 1981 einkenndust af kosningasvindli. Fleiri herforingjabyltingar, gagnbyltingar og starfsstjornir einkenndu þennan tima. Arið 1980 framdi herforinginn Luis Garcia Meza Tejada bloðugt valdaran sem naut ekki stuðnings meðal almennings. Yfir þusund voru drepin a innan við einu ari. Tejada var frændi eins helsta kokainframleiðanda landsins og studdi aukna framleiðslu a kokaini. [8] Hann reyndi að roa oldurnar með þvi að lofa að vera aðeins eitt ar við vold, en þegar arið var liðið setti hann a svið barattufund til að lata sem hann hefði stuðning almennings til að halda voldum. [9] Eftir að herinn hrakti hann fra voldum arið 1981 toku við þrjar herforingjastjornir a 14 manuðum og vandamal foru vaxandi. Vegna oroans neyddist stjornin til að kalla boliviska þingið sem hafði verið kosið arið 1980 aftur saman, og leyfa þvi að kjosa nyjan stjornarleiðtoga. I oktober 1982 varð Hernan Siles Zuazo aftur forseti, 22 arum eftir að fyrsta kjortimabili hans lauk (1956-1960).

Vatnsstriðin i Cochabamba [ breyta | breyta frumkoða ]

Cochabamba motmælin arið 2000, einnig þekkt sem vatnsstriðin i Cochabamba, var roð motmæla sem attu ser stað i Cochabamba, þriðju stærstu borg Boliviu, fra desember 1999 til april 2000 til að bregðast við þvi að fyrirtækinu Semapa hofðu með einkavæðingu verið færð yfirrað yfir vatnsveitu borgarinnar. Svo akvaðu stjornvold að gefa einkaaðilum einkarett a vatnsbolum og læstu brunnum i þorpunum svo folk kæmist ekki i þa. Erlend fjarfestingarfelog hofðu beitt miklum þrystingi til að fa að hækka vatnsverð vegna framkvæmda sem þau hofðu raðist i við byggingu a stiflum. Þetta varð til þess að upp gaus mikil reiði a meðal almennings sem fekk ekki nog vatn. Þegar þetta gerðist lysti rikisstjorn Boliviu yfir herlogum og handtok og let drepa nokkra motmælendur. Einnig var lokað fyrir utsendingar utvarpsstoðva. Það voru aðallega Coordinadora-samtokin sem skipulogðu motmælin til að verja aðgang folks að vatni. Tugþusundir manna borðust við logreglu og eftir nokkurn tima og mikinn þrysting fra borgurunum var einkavæðing vatnsrettindanna tekin aftur þann 10. april arið 2000 þegar stjornvold komust að samkomulagi við Coordinadora.

Stjornmal [ breyta | breyta frumkoða ]

Stjornsyslueiningar [ breyta | breyta frumkoða ]

Bolivia skiptist i niu umdæmi: Pando-umdæmi , La Paz-umdæmi (Boliviu) , Beni-umdæmi , Oruro-umdæmi , Cochabamba-umdæmi , Santa Cruz-umdæmi (Boliviu) , Potosi-umdæmi , Chuquisaca-umdæmi og Tarija-umdæmi .

Log um valddreifingu skilgreina leiðir til skiptingar abyrgðar milli miðstjornarvaldsins og annarra stjornsyslueininga, eins og kveðið er a um i stjornarskra Boliviu . Þau skilgreina fjogur stig valddreifingar: Heraðsstjornir, skipaðar af heraðsþingum, sem bera abyrgð a loggjof innan heraðs. Heraðsstjori er kosinn i almennum kosningum; Sveitarstjornir eru skipaðar af bæjarraði sem ber abyrgð a loggjof innan sveitarfelagsins. Bæjarstjori er kosinn með almennri kosningu; Heraðsstjornir, myndaðar af nokkrum syslum eða sveitarfelogum sem liggja saman innan umdæmis. Hun er skipuð af heraðsþingi; Frumbyggjastjornir sem sja um sjalfsforræði frumbyggjaþjoða sem bua a landi forfeðra sinna.

Kort Nr. Umdæmi Hofuðborg
Umdæmisskipting Boliviu
1 Pando Cobija
2 La Paz La Paz
3 Beni Trinidad
4 Oruro Oruro
5 Cochabamba Cochabamba
6 Santa Cruz Santa Cruz de la Sierra
7 Potosi Potosi
8 Chuquisaca Sucre
9 Tarija Tarija

Ibuar [ breyta | breyta frumkoða ]

Ibuafjoldi
Ar Milljonir
1950 3,1
2000 8,3
2021 12,1
Folk i miðborg La Paz.

Samkvæmt siðustu tveimur manntolunum sem Hagstofa Boliviu hefur framkvæmt, hafði ibuum fjolgað ur 8,2 milljonum arið 2001 i 10 milljonir 2012. [10]

Undanfarin 50 ar hefur ibuafjoldi Boliviu þrefaldast og voxturinn verið 2,25% arlega. Milli manntalanna 1950 og 1976 og 1976 og 1992 var voxtur um 2,05%, en milli 1992 og 2001 var hann 2,74%.

67,49% ibua Boliviu bua i þettbyli, en 32,51% i dreifbyli. Meirihluti ibua byr i umdæmunum La Paz , Santa Cruz og Cochabamba . A haslettunni i Andesfjollum eru La Paz og Oruro fjolmennustu umdæmin. I dolunum bua flestir i Cochabamba og Chuquisaca , meðan Santa Cruz og Beni eru fjolmennustu umdæmin i Llanos-heraði . I heildina er þettleiki byggðar 8,49, en dreifist mjog ojafnt og nær fra 0,8 i Pando-umdæmi að 26,2 i Cochabamba.

Mesti mannfjoldinn er við svokallaðan miðoxul og i Llanos-heraði. Bolivia er ung þjoð. Samkvæmt manntalinu 2011 voru 59% ibua milli 15 og 59 ara og 39% undir 15 ara aldri. Næstum 60% þjoðarinnar eru undir 25 ara aldri.

Tilvisanir [ breyta | breyta frumkoða ]

  1. ?Simon Bolivar“ . Salem Press. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. agust 2013 . Sott 28. januar 2014 .
  2. ?6 de Agosto: Independencia de Bolivia“ . Historia-bolivia.com (spænska). Afrit af upprunalegu geymt þann 20. agust 2011 . Sott 14. juli 2013 .
  3. Kapoor, Ilan (2021). Universal Politics . Oxford University Press. bls. 164. ISBN   978-0-19-760761-9 .
  4. Tovar-Restrepo, Marcela (2013). ?Nations within Nations: Transnationalism and Indigenous Citizenship in Latin America“ . I Irazabal, Clara (ritstjori). Transbordering Latin Americas: Liminal Places, Cultures, and Powers (T)Here . Routledge. bls. 150. ISBN   978-1-135-02239-6 .
  5. ?Operation Condor on Trial in Argentina“ . Inter Press Service . 5. mars 2013.
  6. Grant, Will (8. oktober 2007). ?CIA man recounts Che Guevara's death“ . BBC News . Afrit af uppruna a 27. januar 2010 . Sott 2. januar 2010 .
  7. ?Statements by Ernesto "Che" Guevara Prior to His Execution in Bolivia“ . Foreign Relations of the United States . United States Department of State . XXXI, South and Central America, Mexico. 13. oktober 1967. XXXI: 172.
  8. A Concise History of Bolivia, Cambridge Concise Histories, by Herbert S. Klein
  9. Boyd, Brian (20. januar 2006). ?Astroturfing all the way to No 1“ . The Irish Times . Afrit af upprunalegu geymt þann 26. januar 2013 . Sott 7. april 2010 .
  10. ?Principales resultados del censo nacional de poblacion y vivienda 2012 (CNPV 2012) ? Estado plurinacional de Bolivia“ (PDF) . Instituto Nacional de Estadistica (INE). juli 2013. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 9. februar 2014 . Sott 8. agust 2013 .
   Þessi landafræði grein er stubbur . Þu getur hjalpað til með þvi að bæta við greinina .