REI-malið

Ur Wikipediu, frjalsa alfræðiritinu

Deilur um solu og kaup a orkufyrirtækinu Reykjavik Energy Invest (REI) sem stoðu i oktober 2007 nefndust REI-malið og leiddu til þess að borgarstjornarmeirihluti Sjalfstæðisflokksins og Framsoknarflokksins fell.

Deilurnar snerust um Orkuveitu Reykjavikur (OR), dotturfelag hennar REI og felagið Geysir Green Energy (GGE), sem fjarfestingarfelagið FL Group og Glitnir banki hf. attu meirihluta i. Til stoð að sameina REI og GGE, með það að markmiði að sameina krafta þeirra i utras erlendis. Þann 1. oktober var haldinn stjornarfundur i REI, þar sem akveðnir voru kauprettarsamningar og grunnur lagður að sameiningu við GGE. Attu starfsmenn OR að fa að kaupa hlutabref i REI aður en felagið yrði selt. 569 skraðu sig fyrir kaupum aður en fresturinn rann ut 10. oktober), [1] en hopur manna, sem þottu serlega mikilvægir fyrir fyrirtækin, atti að fa að kaupa margra milljona krona virði i brefunum a lagu gengi. Menn eru ekki a einu mali um hvernig valið var i þann hop, og er það einn asteytingssteinninn i deilunum. Reiknað var með að eftir solu og sameiningu mundu bref hins nyja felags snarhækka i verði. Snarpar deilur hofust um þessar fyrirætlanir.

Eftir samrunann við GGE, var aætlað að verðmæti REI yrði um 65 milljarðar krona, og samanstæði m.a. af fyrirtækinu Jarðborunum, 600 milljona krona hlut i Enex, rumlega 48% hlut i Hitaveitu Suðurnesja (HS) (16,58% fra OR + 32% fra GGE), auk 4,6 milljarða i reiðufe fra OR og fleiru. Þa væri drjugur hluti verðmætanna (giskað a 10-11 milljarða) folginn i oefnislegum verðmætum, a borð við rannsoknarleyfi, viðskiptavild , verkefni sem þegar væru i gangi o.fl. [2] A minnisblaði forstjora OR til borgarstjora, dagsettu 7. oktober, kemur fram að miðað við solugengi 3-4 gæti hlutur OR reiknast fra tæpum 25 milljorðum til rumra 33 milljarða. [3]

Það ma lita a 11. oktober 2007 sem akveðin vatnaskil i malinu, þar sem borgarstjorn fell þann dag og ny var mynduð.

Atburðarasin fram til 11. oktober [ breyta | breyta frumkoða ]

Fundurinn 3. oktober [ breyta | breyta frumkoða ]

Að kvoldi 2. oktober var boðaður eigendafundur i OR sem atti að fara fram seinni partinn þann 3. oktober. I fundarboði kom fram að REI yrði til umræðu, en dagskra ekki kynnt að oðru leyti. Minnihlutinn motmælti þvi a fundinum, að það væri ologlega til hans boðað. A fundi þessum var tilkynnt að REI og GGE yrðu sameinuð, og voru kauprettarsamningarnir svo lagðir fram, og gerðar a þeim breytingar eftir athugasemdir, m.a. af halfu minnihlutans. Vilhjalmur borgarstjori sagðist seinna aldrei hafa seð neinn lista yfir þa starfsmenn og aðra, sem attu að hafa kauprett a serstokum kjorum, en Guðmundur Þoroddsson forstjori REI, og Svandis Svavarsdottir oddviti Vinstri-grænna sogðu bæði að hann hefði verið lagður fram a þessum fundi, sem þau satu oll þrju. Þott Vilhjalmur neitaði að hafa seð lista með nofnum umræddra starfsmanna, sagði hann að Haukur Leosson, stjornarformaður OR, hefði sagt ser ?mjog rækilega“ að ?akveðnir starfsmenn REI fengju að fjarfesta i felaginu“. Svandis Svavarsdottir sagðist hins vegar hafa fengið þann lista i hendurnar a eigendafundinum. Þvi svaraði Vilhjalmur, að þott minnihlutinn i stjorn OR hefði fengið að sja hann, þa hefði hann sjalfur ekki beðið um hann, og ætlaði ser ekki að sja hann. [4] Þo for Vilhjalmur fram a það að ef einhverjir starfsmenn fengju kauprett skyldu það ekki bara vera ?lykilstarfsmenn“, heldur allir starfsmenn OR, a somu kjorum. A stjornarfundi REI þann 6. oktober var samþykkt að bjoða þeim það. Undanþegnir voru Bjarni Armannsson og Jon Diðrik Jonsson.

Trunaðarbrestur? [ breyta | breyta frumkoða ]

Guðmundur Þoroddsson, forstjori REI, sagði ekkert oeðlilegt við kauprettarsamningana; hann vildi binda hagsmuni hlutaðeigandi aðila við felagið og að ?svona gerðust kaupin a eyrinni“. Vilhjalmur Þ. Vilhjalmsson borgarstjori sætti gagnryni ur borgarstjornarflokki Sjalfstæðisflokksins , sem taldi hann hafa samið um malið an umboðs þeirra, en Vilhjalmur taldi hins vegar að þau hefðu farið a bak við sig þann 5. oktober með þvi að funda með Geir H. Haarde , formanni Sjalfstæðisflokksins og Þorgerði Katrinu Gunnarsdottur varaformanni an þess að tala við sig fyrst. Bjorn Ingi Hrafnsson , varaformaður stjornar OR og borgarfulltrui Framsoknarflokksins , sagðist telja að það ætti ekki að selja hlut Reykjavikurborgar i OR strax, heldur biða með soluna.

Eftir langan fund hja borgarstjornarflokki Sjalfstæðismanna þann 8. oktober, var tilkynnt að hlutur OR i REI yrði seldur og Hauki Leossyni yrði vikið ur stjorn OR. Borgarfulltrui tæki sæti hans i stjorninni, en Hjorleifur B. Kvaran yrði forstjori. Bjorn Ingi var sem fyrr andvigur solunni. Sama dag sagðist Vilhjalmur ekki vita um aðra kauprettarsamninga en þann við Bjarna, en daginn eftir kvað Guðmundur Þoroddsson það koma ser a ovart. Vilhjalmur sagðist þa hafa vitað nakvæmlega um samning Bjarna, en ekki ?nakvæmlega um aðra samninga“.

Dagur B. Eggertsson , borgarfulltrui Samfylkingarinnar , sagði að þott borgin fengi 10 milljarða krona i sinn hlut, þa tapaði hun kannski oðrum fjorutiu milljorðum a þvi að selja strax. Bjorn Ingi Hrafnsson sagði Morgunblaðinu þann 9. oktober að það yrði ?að na lendingu i malinu“ milli flokkanna i meirihluta borgarstjornar. [5] a fundi borgarstjornar þann 10. oktober bauð minnihlutinn Birni bandalag um að stoðva soluna a hlut OR i REI. Bjorn svaraði þvi ekki þa, en viðbrogð hans attu eftir að koma i ljos siðar.

Fleiri tja sig um malið [ breyta | breyta frumkoða ]

OR atti 16,58% hlut i HS, sem hafði verið lagður inn i REI og stoð til að selja með fyrirtækinu. Aðrir storir hluthafar i HS, og lika Arni Sigfusson , bæjarstjori Reykjanesbæjar , og Luðvik Geirsson , bæjarstjori Hafnarfjarðarbæjar, sogðu að bæjarfelog þeirra ættu þvi að krefjast forkaupsrettar að hlutabrefum OR i REI þegar hun seldi hlut sinn, auk þess sem GGE hlyti að eiga krofu um forkaupsrett. [6]

I Morgunblaðinu 11. oktober birtust þrjar yfirlysingar, þar sem stjorn Heimdallar kvaðst ?fagna þeirri satt og samstoðu“ sem hefði naðst innan meirihluta borgarstjornar um að stefna að solu a hlut OR i REI (yfirlysingin dagsett 8. oktober). [7] I alyktun Ungra jafnaðarmanna i Reykjavik kvaðust þeir telja það ?afleita hugmynd“ að selja hlut OR strax, að fyrir þvi væru engar malefnalegar astæður og að það væri ?augljost“ að verið væri að ?breiða yfir trunaðarbrest innan meirihluta borgarstjornar“. [8] Loks motmælti bæjarmalarað Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs a Akranesi ?olyðræðislegum vinnubrogðum“ og kenndu flytinum um að ekki gæfist raðrum til þeirra. [9]

Spurningar umboðsmanns Alþingis [ breyta | breyta frumkoða ]

A aukafundi borgarstjornar Reykjavikur þann 10. oktober var hart tekist a um malefni OR og REI. Borgarstjori sagði ?fulla einingu“ vera innan meirihlutans um að ljuka samrunaferli REI og GGE a 6-7 vikum, og fa siðan raðgjof um soluna a hlut OR i REI. Bjorn Ingi kvaðst telja það ?orað“ að selja strax. Dagur B. Eggertsson varaði við þvi að salan færi strax fram. A fundinum kom fram að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis , hefði sent eigendum OR tolf spurningar, aðallega um sameininguna [10]

Spurningar Tryggva voru i stuttu mali þessar:

  1. Var stofnun REI samþykkt a eigendafundi OR? Hvenær?
  2. Hvaða eignir OR runnu inn i REI?
  3. Var 500 milljona hluturinn sem Bjarni Armannsson keypti i agust og september aður i eigu OR? Voru þau samþykkt a eigendafundi?
  4. Hver for með atkvæðarett um sameiningu REI og GGE a eigendafundi OR 3. oktober?
  5. Oskað eftir afriti af fundargerð eigendafundar OR, þar sem kaup einstaklinga a hlutum i REI voru samþykkt.
  6. Oskað eftir rokstuddri afstoðu sveitarstjorna sem eiga hlut i OR, til umboðs borgar/bæjarstjora til að selja einkaaðilum hlutina.
  7. A hvaða fundum viðkomandi sveitarstjorna var samþykkt að heimila það sem spurt var um i sp. 1, 2, 3 og 5, ef það var þa gert.
  8. Oskað eftir að sveitarstjornir skyri fra þvi með rokum hvort jafnræðisregla hafi gilt við solu a hlutum til einkaaðila.
  9. Oskað eftir skyringum sveitarstjorna a þvi hvort fulltruar þeirra hafi gætt jafnræðisreglu þar sem það atti við.
  10. Var verðmæti þeirra eigna OR sem runnu til REI aðeins metnar af starfsmonnum og stjornendum OR og REI, eða lika ohaðum aðilum? Hverjum þa?
  11. Hvaða reglur gilda um hæfi bæjar- og borgarstjora (fulltrua sveitarstjornanna) til að taka einstakar akvarðanir i malefnum OR.
  12. Hvaða reglur gilda um hæfi sveitarstjornarmanna til að sitja jafnframt i stjorn OR. [11]

Atburðarasin fra og með 11. oktober [ breyta | breyta frumkoða ]

Að morgni 11. oktober var haldinn leynilegur fundur a heimili tengdaforeldra Bjorns Inga Hrafnssonar, þangað sem mættu, auk hans, þau Dagur B. Eggertsson og Svandis Svavarsdottir, oddvitar Samfylkingar og VG. Fyrir hond Frjalslynda flokksins og ohaðra mælti Olafur F. Magnusson . A sama tima bolaði ekkert a Birni a fundi með Sjalfstæðismonnum, sem hann hafði verið boðaður a i Hofða kl. 13. Ahyggjur Sjalfstæðismanna voru ekki astæðulausar, [12] þvi Bjorn Ingi og hinir flokkarnir voru þa enn a fundi og handsoluðu með ser samkomulag klukkan 14.

Blaðamannafundurinn [ breyta | breyta frumkoða ]

Bjorn sagði Vilhjalmi fra stjornarslitunum, og svo var boðað til blaðamannafundar i siðdeginu a bakka Reykjavikurtjarnar . Þar var tilkynnt um að samstarfi Framsoknarflokks við Sjalfstæðisflokkinn væri lokið og að Bjorn Ingi mundi mynda nyjan meirihluta með borgarfulltruum Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna , og hinni ohaðu Margreti Sverrisdottur. Voru Sjalfstæðismenn osattir við það og notuðu sumir stor orð til að lysa vanþoknun sinni. [13] Nyi meirihlutinn akvað að Dagur B. Eggertsson , oddviti Samfylkingar, yrði nyr borgarstjori, Bjorn Ingi sinnti afram formennsku i borgarraði, Margret yrði forseti borgarstjornar og Svandis Svavarsdottir, oddviti Vinstri-grænna, yrði formaður sameiginlegs borgarstjornarflokks nys meirihluta og staðgengill borgarstjora. [14]

Daginn eftir borgarstjornarskiptin heldu Framsoknarflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri-græn hvert sinn fund i sinu flokksfelagi i borginni og foru yfir stoðuna með flokksmonnum. Dagana a eftir foru stjornmalamenn, alitsgjafar, bloggarar og aðrir mikinn. Skommuðu margir Bjorn Inga með storum orðum fyrir svik eða spillingu, aðrir Vilhjalm fyrir vanrækslu eða spillingu, enn aðrir hina borgarfulltrua Sjalfstæðisflokksins fyrir trunaðarbrest, og loks voru þeir sem skommuðu nyja meirihlutann fyrir tækifærismennsku og malefnaleysi. Toldu margir að Alfreð Þorsteinsson , fyrrum borgarfulltrui Framsoknarflokksins i R-listanum , hefði haft hond i bagga með hvernig for fyrir gamla meirihlutanum.

Einkarettarsamningur? [ breyta | breyta frumkoða ]

Þann 13. oktober greindi Morgunblaðið fra þvi að OR hefði skuldbundið sig til þess að veita engum nema REI serfræðiþjonustu um jarðhita , rannsoknir, markaðsmal og ymsar aætlanir, samkvæmt þjonustusamningi til 20 ara sem undirritaður hefði verið þann 3. oktober. Fleiri hlunnindi atti REI að hljota samkvæmt samningi þessum, einkum hvað snerti umsvif erlendis og aðgengi að serfræðingum OR. [15] Hjorleifur B. Kvaran sagði þjonustusamninginn vera grundvollinn að þeim 10 milljorðum sem Orkuveitunni hefðu verið reiknaðir sem innlogðum i REI i oefnislegum verðmætum. I frettatilkynningu um samrunann þ. 3. oktober kom ekkert fram um þennan þjonustusamning, og flutti Rikisutvarpið fyrstu frettirnar af honum þann 12. oktober. Hjorleifur kvaðst ekki vita hvers vegna hans hefði ekki verið getið i frettatilkynningunni, en að þeir sem voru a fundinum 3. oktober hefðu vitað af honum. Samningurinn hefði að visu aðeins verið til a ensku þa. Sagði Hjorleifur að ef fundurinn 3. oktober yrði urskurðaður ologmætur, þa gilti það einnig um þennan samning. [16]

Vilhjalmur Þ. Vilhjalmsson sagði i viðtali að samningurinn hefði ekki verið ræddur a fundinum 3. oktober og væri auk þess mun viðtækari en sagt hefði verið. Þa sagði hann: ?Eg held að ekki hafi margir stjornarmenn gert ser grein fyrir að þetta væri einkarettarsamningur til tuttugu ara sem utilokaði i raun Orkuveituna fra þvi að veita oðrum fyrirtækjum serfræðiaðstoð a erlendri grundu an þess að fara i gegnum REI. Það er ekki i tillogunni að um se að ræða einkarettarsamning.“ Vilhjalmur sagði einnig að hann hefði ekki vitað að OR hefði heimilað REI að nota erlent nafn OR, Reykjavik Energy, erlendis. Hann sagðist ekki hafa lesið allt sem hann skrifaði undir, til þess treysti hann Birni Inga og Hauki Leossyni, og svo starfsfolkinu sem sæi um malið fyrir hond borgarinnar, en þetta orkaði ?tvimælis“. Hann viðurkenndi fuslega að fundinn 3. oktober hefði matt boða með meiri fyrirvara. Hann staðhæfði að Sjalfstæðisflokkurinn hefði verið ?i samstarfi af fullum heilindum“ og ekki rætt við aðra flokka a meðan um hugsanlega myndun nys meirihluta, eins og Bjorn Ingi gerði.

I viðtalinu bar blaðamaður kauprettarlistann undir Vilhjalm, þann sem var lagður fram a hinum afdrifarika fundi 3. oktober. Hann sagði þa -- og visaði i nylegt minnisblað fra Hjorleifi B. Kvaran, sem hann hafði handbært -- að a þessum fundi hefði enginn fengið þennan lista nema Svandis Svavarsdottir og Sigrun Elsa Smaradottir. Aðrir hefðu ekki seð hann, þvi hann hefði ekki verið a dagskra fundarins. Svandis hefði þvi farið með rangt mal i frett a Visir.is, þegar hun hefði sagt hann ljuga þvi að hann hefði ekki seð listann, eins og hun leiðretti siðan i borgarstjorn. [17]

Bjarni, Haukur og Hjorleifur sogðu, i greinargerð um atburðarasina, að Vilhjalmur hefði vitað um þjonustusamninginn heilum tiu dogum fyrir stjornarfundinn, eða þann 23. september. Þa hafi þeir hist, Vilhjalmur, Haukur og Bjarni, a fundi heima hja Vilhjalmi og farið yfir minnisblað sem hefði verið a islensku, setið yfir þvi i nokkra klukkutima ?og það a ekki að leika nokkur vafi a þvi hvað var við att,“ sagði Bjarni og bætti þvi við að hann hefði skilið eintak af blaðinu eftir hja borgarstjora. Vilhjalmur harðneitaði þessu hins vegar þegar það var borið undir hann. [18] og sagði að su lysing a samningnum sem honum var synd 23. september hafi verið aþekk tillogunni a fundinum 3. oktober, og ekki verið kennt sem einkarettarsamningur. [19]

Bjorn Arsæll Petursson, fyrrum stjornarformaður REI, greindi fra þvi að fyrstu hugmyndir um þjonustusamning OR og REI hefðu komið fram a fundi 23. agust, og snuist um uppsegjanlegan samning til 5-10 ara. Ouppsegjanlegur 20 ara samningur hafi aldrei verið a borðinu þa. [20]

Ogilding? [ breyta | breyta frumkoða ]

Þorbjorg Helga Vigfusdottir borgarfulltrui Sjalfstæðisflokksins sagði að þjonustusamningurinn milli REI og OR gerbreytti stoðunni, og að i ljosi hans kæmi til greina að hennar mati að ogilda samrunann, i kvoldfrettum Rikisutvarpsins 14. oktober. Svandis Svavarsdottir og Margret Sverrisdottir toku i sama streng. [21] Bjarni Armannsson stjornarformaður REI og Hannes Smarason stjornarformaður GGE sogðust hins vegar reikna með þvi að samruninn stæði. Bjarni sagði að annars mundu allir malsaðilar verða af tækifærum sem þa færu til spillis. [22]

15. oktober var hluthafafundur i Hitaveitu Suðurnesja, þar sem samþykkt var að veita nyja borgarstjornarmeirihlutanum svigrum til að fara yfir malið, en vildi að hann motaði ser samt stefnu sem fyrst. Arni Sigfusson sagði, fyrir hond Reykjanesbæjar, að forkaupsrettur REI a hlut Hafnarfjarðarbæjar i HS stæðist ekki samkomulag fra þvi i sumar. [23]

Sama dag þingfesti Heraðsdomur Reykjavikur stefnu Svandisar Svavarsdottur gegn Orkuveitu Reykjavikur, þar sem hun vildi fa urskurð um logmæti eigendafundarins 3. oktober. Ragnar H. Hall sotti malið, en sagðist aðspurður ekki vita hvað það yrði lengi i meðferð; hann vonaði að það yrðu bara nokkrar vikur. [24] Ef Svandis tapar malinu og borgarstjorn unir ekki domnum, geta stjornendur borgarinnar og OR boðað aðra eigendur REI til fundar og oskað eftir að samningnum verði breytt eða hann ogiltur vegna þess að forsendurnar fyrir honum seu brostnar, m.a. vegna hlutarins i hitaveitu Suðurnesja. [25] Þann 16. oktober greindi svo Eftirlitsstofnun EFTA fra þvi að ser hefði borist kvortun vegna malefna Orkuveitunnar, sem yrði tekin til gaumgæfilegrar skoðunar. [26]

A fundi borgarstjornar þann 16. oktober lagði Vilhjalmur Þ. Vilhjalmsson fram tillogu borgarfulltrua Sjalfstæðisflokksins, um að taka undir bokun Svandisar Svavarsdottur a eigendafundi OR þann 3. oktober um logmæti hans og þeirra akvarðana sem voru teknar a honum um einkarettarsamning og fleira. [27]

I frett Morgunblaðsins 30. januar 2008 var sagt fra konnun sem Gallup Capacent gerði fyrir Creditinfo, um mat almennings a fyrirferð einstakra mala i fjolmiðlum. [28]

Heimildir [ breyta | breyta frumkoða ]

  1. ?569 vilja kaupa hlutafe i REI“, Morgunblaðið 11. oktober 2007, s. 4.
  2. Guðmundur Sverrir Þor: ?Efnislegar eignir REI um 54 milljarðar“, Morgunblaðið 10. oktober 2007, s. 8.
  3. ?Soluverð REI gæti verið 9-20 milljorðum meira“, Morgunblaðið 16. oktober 2007, s. 6.
  4. Andri Karl: ?Vissi um kauprett starfsmanna“, Morgunblaðið 10. oktober 2007, s. 2.
  5. Andri Karl: ?Vissi um kauprett starfsmanna“, Morgunblaðið 10. oktober 2007, s. 2.
  6. Egill Olafson: ?Reykjanesbær og Hafnarfjorður gera krofu um forkaupsrett i REI“, Morgunblaðið 10. oktober 2007, s. 8.
  7. ?Heimdallur fagnar satt“, Morgunblaðið 11. oktober 2007, s. 49.
  8. ?Motmæla flytisolu a REI“, Morgunblaðið 11. oktober 2007, s. 49.
  9. ?Motmæla olyðræðislegum vinnubrogðum“, Morgunblaðið 11. oktober 2007, s. 49.
  10. ?Hart tekist a um solu Orkuveitunnar i REI“, Morgunblaðið 11. oktober 2007, forsiða.
  11. ?Umboðsmaður spyr hvasst um REI“, Morgunblaðið 11. oktober 2007, s. 4.
  12. ?Vilhjalmur borgarstjori og Bjorn Ingi fellust i faðma“, Morgunblaðið 12. oktober 2007, s. 2.
  13. ?Borgarstjorn bylt“, Morgunblaðið 12. oktober 2007, forsiða.
  14. ? Samkomulag um nyjan meirihluta handsalað klukkan 14 “, Mbl.is 11. oktober (skoðað 28. oktober).
  15. ?Viðtækar skyldur Orkuveitunnar við REI i 20 ar“, Morgunblaðið 13. oktober 2007, forsiða.
  16. ?20 ara forgangsrettur að OR“, Morgunblaðið 13. oktober 2007, s. 4.
  17. Petur Blondal: ?Sameining og sundrung“, Morgunblaðið 14. oktober 2007, s. 30-33.
  18. ?Borgarstjori þverneitar frasogn formanns REI“, Frettablaðið 16. oktober 2007, s. 2.
  19. Gunnar Pall Baldvinsson: ?Orð gegn orði“, Morgunblaðið 16. oktober 2007, forsiða.
  20. Andri Karl: ?Vildi biða með viðræður við fjarfesta um aðkomu að REI“, Morgunblaðið 17. oktober 2007, s. 2.
  21. Gunnar Pall Baldvinsson og Helgi Bjarnason: ?Ogilding samruna kemur til greina“, Morgunblaðið 15. oktober 2007, forsiða.
  22. ?REI gæti orðið af tækifærum“, Frettablaðið 16. oktober 2007, forsiða.
  23. ?Borgarmeirihlutinn skapi ser stefnu sem fyrst“, Frettablaðið 16. oktober 2007 s. 4.
  24. ?Þingfest i gær“, Frettablaðið 16. oktober 2007, s. 2.
  25. Egill Olafsson: ?Er hægt að ogilda?“ Morgunblaðið 16. oktober 2007, forsiða.
  26. ?Malefni Orkuveitunnar a borð EFTA“, Morgunblaðið 17. oktober 2007, forsiða.
  27. ?Tillaga til stuðnings bokun“, Morgunblaðið 17. oktober 2007, s. 23.
  28. REI-malið stærsta frettamalið a siðasta ari , Mbl.is 30. januar 2008, skoðað 31. januar 2008).

Tenglar [ breyta | breyta frumkoða ]