Magnus Erlingsson (konungur)

Ur Wikipediu, frjalsa alfræðiritinu
Magnus konungur hylltur. Myndskreyting við Magnusar sogu Erlingssonar, utg. 1899.

Magnus Erlingsson eða Magnus 5. ( 1156 ? 1184 ) var konungur Noregs a arunum 1161- 1184 en fyrsta arið var Hakon herðabreiður einnig konungur. Fra 1177 gerði Sverrir Sigurðsson tilkall til valda og eru þeir baðir taldir konungar a þeim tima.

Magnus var sonur hofðingjans Erlings skakka Ormssonar og konu hans, Kristinar dottur Sigurðar Jorsalafara , sem var konungur 1103- 1130 . Þar sem hann var ekki konungssonur drogu ymsir tilkall hans til krununnar i efa en hann naut hins vegar stuðnings kirkjunnar þar sem hann var fæddur i hjonabandi og moðir hans var konungsdottir fædd i hjonabandi, en margir Noregskonunga a 11. og 12. old voru frillubornir. Ingi krypplingur hafði komið baðum bræðrum sinum og meðkonungum fyrir kattarnef en fell arið 1161 fyrir monnum Hakonar herðabreiðs , frilluborins broðursonar sins. Erlingur skakki hafði verið annar helsti raðgjafi Inga konungs og fekk nu stuðningsmenn Inga til kjosa fimm ara gamlan son sinn til konungs. Hann fekk til þess stuðning Eysteins erkibiskups i Niðarosi , sem kryndi hinn unga konung, en fellst i staðinn a að setja fram ny erfðalog þar sem kirkjan hefði meiri ahrif a val nys konungs.

Hakon herðabreiður fell fyrir monnum Erlings skakka og Magnusar þegar arið 1162 og eftir það rikti Magnus einn. Birkibeinakonungurinn Eysteinn meyla, sonur Eysteins konungs Haraldssonar, gerði tilkall til krununnar en fell i bardaga 1177 . Sama ar kom Sverrir Sigurðsson fra Færeyjum , lysti þvi yfir að hann væri sonur Sigurðar munns og tok við leiðtogahlutverkinu hja birkibeinum . Hann naut stuðnings Þrænda og Erlingur skakki fell i bardaga a Kalfsskinni við Niðaros 1179. Magnus varð að flyja til Danmerkur en sneri þo aftur og næstu arin gekk a með skærum og bardogum. Að lokum fell Magnus i bardaga arið 1184 asamt tvo þusund manna liði sinu. Hann var okvæntur og barnlaus.

Heimildir [ breyta | breyta frumkoða ]

  • Fyrirmynd greinarinnar var ? Magnus V “ a norsku utgafu Wikipedia . Sott 2. januar 2010.
  • ?Heimskringla“ .


Fyrirrennari:
Ingi krypplingur
Noregskonungur
með Hakoni herðabreiða (til 1162) og Sverri Sigurðssyni (fra 1177)
(1161 ? 1184)
Eftirmaður:
Sverrir Sigurðsson