Symon Petljura

Ur Wikipediu, frjalsa alfræðiritinu
Symon Petljura
Симон Петлюра
Petljura a þriðja aratugnum.
Forseti Alþyðulyðveldisins Ukrainu [a]
I embætti
11. februar 1919  ? 25. mai 1926
Forsætisraðherra Serhij Ostapenko
Borys Martos
Isaak Mazepa
Vjatsjeslav Prokopovytsj
Forveri Volodymyr Vynnytsjenko
Eftirmaður Andrij Livytskyj
Personulegar upplysingar
Fæddur 22. mai 1879
Poltava , Ukrainu , russneska keisaradæminu
Latinn 25. mai 1926 (47 ara) Paris , Frakklandi
Þjoðerni Ukrainskur
Stjornmalaflokkur Ukrainski sosialdemokratiski verkamannaflokkurinn
Maki Olha Petljura (1885?1959, g.1910)
Born 1
Haskoli Kirkjuhaskolinn i Poltava
Undirskrift

Symon Vasylovytsj Petljura ( ukrainska : Си?мон Васи?льович Петлю?ра) var ukrainskur stjornmalamaður, herforingi og blaðamaður. Hann var leiðtogi ukrainska hersins og forseti ukrainska alþyðulyðveldisins a stuttum tima ukrainsks sjalfstæðis fra 1918 til 1921, eftir hrun russneska keisaradæmisins arið 1917.

Petljura er umdeild persona og mikið hefur verið deilt um arfleifð hans. Sumir ukrainskir þjoðernissinnar lita a hann sem sjalfstæðishetju en hins vegar hefur Petljura viða verið fordæmdur vegna fjoldamorða a Gyðingum ( pogrom ) sem framin voru af hermonnum hans. I orði kveðnu fordæmdi Petljura slik morð og lagði við þeim þungar refsingar, en gagnrynendur hans telja hann ekki hafa gert nog til að stoðva ofbeldið. Petljura var raðinn af dogum i Paris arið 1926 af Sholem Schwarzbard , Gyðingi sem vildi hefna fjoldamorðanna. Schwarzbard var i kjolfarið syknaður af vigi Petljura i ljosi Gyðingaofsoknanna sem hofðu viðgengist undir stjorn hans.

Æviagrip [ breyta | breyta frumkoða ]

Symon Petljura tok þatt i stofnun Ukrainska sosialdemokratiska verkamannaflokksins arið 1905 og var ritstjori tveggja sosialiskra vikublaða. Þegar fyrri heimsstyrjoldin braust ut arið 1914 varð Petljura liðsforingi i russneska hernum. [1]

Þegar russneska keisaradæmið hrundi i russnesku byltingunni arið 1917 gekk Petljura til liðs við miðstjorn Ukrainu ( rada ), sem lysti yfir sjalfstæði landsins fra Russlandi. I juli 1917 var Petljura utnefndur striðsmalaraðherra nyja ukrainska alþyðulyðveldisins . [1]

Eftir að stjorn bolsevika dro Russland ur fyrri heimsstyrjoldinni með Brest-Litovsk-sattmalanum arið 1918 hertoku Þjoðverjar Ukrainu og settu a fot leppstjorn undir stjorn Pavlo Skoropadskyj , sem tok ser tign hofuðsmanns . Þegar Þjoðverjar horfuðu fra Ukrainu undir lok styrjaldarinnar tok Petljura ser forystuhlutverk i ukrainsku sjalfstæðishreyfingunni og tokst að kollvarpa stjorn Skoropadskyj. Petljura hlaut sæti i fimm manna framkvæmdaraði alþyðulyðveldisins og varð æðsti hershofðingi ( ataman ) herafla þess. [1]

I russnesku borgarastyrjoldinni borðust Petljura og bandamenn hans bæði gegn rauða hernum , sem vildi koma Ukrainu aftur undir russneska stjorn i nafni kommunismans, og hvita hernum sem vildi endurreisa keisaradæmið. Hvitliðar hertoku Ukrainu og kollvorpuðu stjorn Petljura undir lok arsins 1918. Þegar hvitliðar urðu að horfa fra Ukrainu haustið 1919 komst Ukraina undir stjorn bolsevika. [1]

I april 1920 gekk Petljura i bandalag við Jozef Piłsudski , leiðtoga Pollands , i von um að geta með hans hjalp rekið Sovetmenn fra Ukrainu. Petljura og her hans studdu Piłsudski i striði Pollands og Sovetrikjanna . Polverjar sigruðu Sovetmenn i striðinu en i Riga-sattmalanum þar sem samið var um vopnahle tokst ekki að semja um sjalfstæði Ukrainu. [1]

Petljura bjo i Varsja i nokkra manuði en flutti siðan til Parisar asamt utlegðarrikisstjorn sinni. [1]

Hlutverk i Gyðingaofsoknum [ breyta | breyta frumkoða ]

Ofbeldi gegn Gyðingum var utbreitt meðal allra deiluaðila i Ukrainu a tima russnesku borgarastyrjaldarinnar. Alls er talið að um 35.000 til 50.000 Gyðingar hafi verið drepnir a þessum tima. Af um 1.236 arasum a Gyðinga ( pogrom ) sem gerðar voru i Ukrainu bar her alþyðulyðveldisins undir stjorn Petljura abyrgð a 493. [2] [3]

Deilt hefur verið um hlutverk Petljura i Gyðingaofsoknunum. Bent hefur verið a að Petljura hafi reynt að stoðva ofbeldi gegn Gyðingum og hafi lagt dauðarefsingar gegn þvi að fremja pogrom . [4] Þann 26. agust 1919 gaf Petljura ut yfirlysingu þar sem hann fordæmdi pogrom og lysti þvi yfir að þeir sem fremdu þau skyldu reknir ur her alþyðulyðveldisins og að litið yrði a þa sem svikara. I yfirlysingunni sagði Petljura að likt og Ukrainumenn hefðu Gyðingar verið hnepptir i þrældom og sviptir þjoðfrelsi sinu, og að ?Gyðingaþjoðin [hefði verið] með okkur fra orofi alda og [hefði] deilt með okkur orlogum og eymd okkar.“ [5] Eftir að Petljura tok við stjorn framkvæmdaraðs alþyðulyðveldisins skipaði hann jafnframt rannsoknir a Gyðingamorðum sem framin hofðu verið i Kamjanets-Podilskyj og Proskuriv og krafðist þess að fremjendur þeirra yrðu dregnir fyrir herrett. [6]

Petljura hefur engu að siður verið gagnryndur fyrir að gera ekki nog til að koma i veg fyrir pogrom og fyrir að hafa verið tregur til að refsa herforingjum sem ofsottu Gyðinga af otta við að glata stuðningi þeirra. [7] [8] Meðal annars hefur verið bent a að hann heimsotti borgina Zjytomyr i mars 1919 a meðan ofbeldishrina gegn Gyðingum var yfirstandandi en stoðvaði hana ekki. [9]

Morðið a Petljura og eftirmalar [ breyta | breyta frumkoða ]

Þann 25. mai 1926 var Petljura skotinn til bana a gotum Parisar af Sholem Schwarzbard , Gyðingi sem hafði misst ættingja sina i fjoldamorðunum i Ukrainu og vildi na fram hefndum. Rettarholdin yfir Schwarzbard voktu mikla athygli a sinum tima og fjoldi frægra manna a borð við Albert Einstein , Henry Bergson , Maksim Gorkij og Paul Langevin baru vitni. Þar sem Schwarzbard gekkst frjalslega við þvi að hafa drepið Petljura gekk vorn hans ut a að syna fram a voðaverkin sem framin hefðu verið gegn Gyðingum af stjorn ukrainska alþyðulyðveldisins. Eftir atta daga rettarhold kom kviðdomur saman og syknaði Schwarzbard eftir 32 minutna umræður. [10]

Neðanmalsgreinar [ breyta | breyta frumkoða ]

  1. I utlegð fra 18. mars 1921.

Tilvisanir [ breyta | breyta frumkoða ]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Symon Petlyura . 21. mai . Sott 9. mars .
  2. Richard Pipes. A Concise History of the Russian Revolution . Vintage Books. 1996. bls. 262.
  3. Famous Assassinations in World History: An Encyclopedia , Michael Newton, two volumes, ABC-CLIO, 2014, bls. 418-420
  4. Hunczak, Taras (Juli 1969). ?A Reappraisal of Symon Petliura and Ukrainian-Jewish Relations, 1917-1921“ . Jewish Social Studies . Indiana University Press. 31 (3): 163?183 . Sott 9. mars 2022 .
  5. The Jewish card in Russian operations against Ukraine , Kyiv Post (30. juni 2009)
  6. Серг?йчук, Володимир. Симон Петлюра ? ?врейство . Ки?в: нац?ональний ун?верситет ?мен? Тараса Шевченка; Центр укра?нознавства, 2006. 152 стор.: стор.90-97. 2-ге вид. ISBN 966-2911-02-2
  7. Hostages of modernization: studies on modern antisemitism,1870-1933/39 2. bindi, ritstj. Herbert Strauss. (1993). Berlin: Walter de Gruyter and Company pg: 1321
  8. Friedman, Saul S. Pogromchik: The Assassination of Simon Petliura . New York : Hart Pub, 1976.
  9. Christopher Gilley (13. februar 2019). ?Was Symon Petliura "an antisemite who massacred Jews during a time of war"?“ (enska). Open Democracy . Sott 14. mars 2022 .
  10. Schur, Anna (2007). ?Shades of Justice: The Trial of Sholom Schwartzbard and Dovid Bergelson's Among Refugees“ . Law and Literature . Taylor & Francis, Ltd., Cardozo School of Law. 19 (1): 15?43, . doi : 10.1525/lal.2007.19.1.15 . Sott 9. mars 2022 .