한국   대만   중국   일본 
Eggert Olafsson - Wikipedia, frjalsa alfræðiritið Fara i innihald

Eggert Olafsson

Ur Wikipediu, frjalsa alfræðiritinu
Koparrista af drukknun Eggerts Olafssonar. Myndskreyting ur i riti Olafs Olafssonar (Olavius) Drauma diktur um søknud og sorglegan missir þess Havitra, Gøfuga og Goda Manns Herra Eggerts Olafssonar, Vice-Løgmanns sunnan og austan a Islande a samt Hans dygdum pryddar Konu Frur Ingibjargar Gudmunds Dottur (Kaupmannahofn: Paul Herman Hoecke, 1769).

Eggert Olafsson ( 1. desember 1726 - 30. mai 1768 ) var skald , rithofundur og natturufræðingur ur Svefneyjum a Breiðafirði. Hann var einn boðbera upplysingarinnar a Islandi . Rannveig systir Eggerts var kona sera Bjorns Halldorssonar i Sauðlauksdal.

Fjolskylda [ breyta | breyta frumkoða ]

Eggert var elsti sonur Olafs Gunnlaugssonar og Ragnhildar Sigurðardottur sem raku bu i Svefneyjum i Breiðafirði. Systkini hans voru Magnus Olafsson logmaður sunnan og austan, Jon Olafsson ?lærði“ fornfræðingur i Kaupmannahofn, Guðrun Olafsdottir, Rannveig Olafsdottir og Jon Olafsson yngri student i Kaupmannahofn.

Eggert fekk seint embætti, en 1767 var hann skipaður varalogmaður sunnan og austan. Sama haust gekk hann að eiga Ingibjorgu Guðmundsdottur, dottur Guðmundar Sigurðssonar syslumanns, sem var moðurbroðir hans. Þau drukknuðu bæði a Breiðafirði arið eftir.

Nam, storf og rit [ breyta | breyta frumkoða ]

Eggert nam heimspeki við Hafnarhaskola , og lagði auk þess stund a fornfræði , malfræði , logfræði , logspeki , natturuvisindi og bufræði .

Eggert ritaði um ymis efni, sem ekki hefur allt verið gefið ut. Hann er og talinn frumkvoðull að þvi að semja samræmdar rettritunarreglur , en þær reglur eru fremur olikar þeim sem við fylgjum i dag. Einnig er hann talinn vera mesti malverndarsinni 18. aldar auk þess að vera þjoðræktarmaður.

Eggert for i rannsoknarferðir um Island með Bjarna Palssyni a arunum 1752-1757, a vegum Konunglega danska visindafelagsins . I þessum ferðum konnuðu þeir natturu landsins en einnig almennt astand þess og gerðu tillogur til urbota. A veturna sat hann i Viðey hja Skula Magnussyni landfogeta - likt og Arni Magnusson hafði halfri old aður setið i Skalholti milli ferða sinna um landið. Bjarni var skipaður fyrsti landlæknir Islands 1760 en Eggert sa um að fullvinna ferðabok þeirra felaga a donsku i Kaupmannahofn fra 1760 til 1766 með styrk ur Arnasjoði . Bokin kom ut arið 1772. Tveimur arum siðar kom bokin ut a þysku, a fronsku arið 1802 og hlutar hennar a ensku 1805. A islensku kom hun ut arið 1942.

Samtiðarmenn Eggerts gafu ut nokkuð af verkum hans eftir dauða hans. Bjorn magur hans og Magnus broðir hans gafu þannig ut garðyrkjubokina Stutt agrip ur lachanologia eða maturtabok 1774 og þekktasta kvæði hans, Bunaðarbalkur , kom ut i Hrappsey arið 1783. Heildarutgafa af kvæðum Eggerts kom fyrst ut arið 1953.

Toluvert af ritverkum Eggerts er varðveitt i handritum. A handritasafni Landsbokasafns er til matreiðslubokin Pipar i ollum mat (Lbs 857 8vo), samin a 6. aratug 18. aldar og þvi liklega elsta matreiðslubok sem samin hefur verið a islensku. Þar er einnig varðveitt Uppkast til forsagna um bruðkaupssiðu her a landi fra 1760 (Lbs 551 4to). A handritasafni National Library of Scotland i Edinborg er varðveitt eiginhandarrit Eggerts að Drykkjabok Islendinga , arsett 1761, sem aður var i handritasafni Finns Magnussonar i Kaupmannahofn (Adv.MS.21.3.15). Hugsanlega hefur Eggert samið þa bok samhliða vinnu við Ferðabokina i Kaupmannahofn.

Dauði [ breyta | breyta frumkoða ]

Eggert drukknaði a Breiðafirði arið 1768 , asamt konu sinni Ingibjorgu Guðmundsdottur. Voru þau a leið heim ur vetursetu i Sauðlauksdal. Þegar Eggert Olafsson for seinast fra Sauðlauksdal, 29. mai 1768 , song sera Bjorn Halldorsson hann ur hlaði að fornum sið, með kveðjuavarpi sem hann hafði ort:

Far nu, minn vin, sem asatt er
auðnu og manndyggðabraut,
far nu, þott sart þin soknum ver,
sviftur fra allri þraut.
Far i guðs skjoli, þvi að þer
þann kjosum forunaut.
Farðu blessaður, þegar þver
þitt lif, i drottins skaut.

Um drukknun Eggerts orti Matthias Jochumsson erfiljoðið Eggert Olafsson .

Utgefin rit fra 18. old [ breyta | breyta frumkoða ]

Heimildir [ breyta | breyta frumkoða ]

Silja Aðalsteinsdottir, 1993, Bok af bok, Mal og menning Reykjavik, prentun fra 2003.

Tenglar [ breyta | breyta frumkoða ]

Wikisource
Wikisource
A Wikiheimild er að finna verk eftir eða um: