한국   대만   중국   일본 
Benedikt Þorsteinsson (logmaður) - Wikipedia, frjalsa alfræðiritið Fara i innihald

Benedikt Þorsteinsson (logmaður)

Ur Wikipediu, frjalsa alfræðiritinu

Benedikt Þorsteinsson ( 12. juli 1688 ? 1733 ) var islenskur logmaður og syslumaður a 18. old . Hann bjo i Rauðuskriðu i Reykjadal .

Foreldrar Benedikts voru Þorsteinn Benediktsson syslumaður i Bolstaðarhlið i Hunaþingi og kona hans Halldora Erlendsdottir. Benedikt var við nam i Kaupmannahafnarhaskola veturinn 1707- 1708 en þa kom hann heim og varð syslumaður i Þingeyjarsyslu tvitugur að aldri. Þvi embætti gegndi hann allt til dauðadags.

Þegar Oddur Sigurðsson logmaður kom ekki til þings 1716 var Benedikt skipaður til að sitja i logmannssæti og arið eftir varð hann varalogmaður norðan og vestan. Oddur var settur af embætti 1726 og varð Benedikt þa logmaður en hafði þo ekki nema half laun fyrr en buið var að dæma i mali Odds i hæstaretti. Benedikt var veikur vorið 1733 , treysti ser ekki til að riða til þings og bað Magnus Gislason logmann að gegna storfum fyrir sig a þinginu. Hann do svo sama ar.

Arið 1726 fekk Benedikt leyfi hja konungi til að mega reisa kirkju i Rauðuskriðu a eigin kostnað, en þar hafði aður verið kirkja en var longu aflogð. Honum entist þo ekki aldur til og lauk Jon sonur hans verkinu.

Kona Benedikts var Þorunn Bjornsdottir ( 1690 ? 28. januar 1748 ), dottir Bjorns Peturssonar syslumanns a Bustarfelli i Vopnafirði og Guðrunar Marteinsdottur konu hans.

Heimildir [ breyta | breyta frumkoða ]


Fyrirrennari:
Oddur Sigurðsson logmaður
Logmaður norðan og vestan
( 1727 ? 1733 )
Eftirmaður:
Alexander Christian Smith