Islam

Ur Wikipediu, frjalsa alfræðiritinu



Islam ( arabiska ??????? al-isl?m framburður ), einnig nefnt muhameðstru , er eingyðistru og er guð þeirra nefndur Allah a arabisku og rekur uppruna sinn til arabiska spamannsins Muhameðs sem var uppi a 6. og 7. old eftir Krist. Fylgjendur islams kallast muslimar . Islam er af abrahamiskum stofni og talin næst fjolmennustu truarbrogð heims a eftir kristni . I samanburði við onnur truarbrogð a islam einna mest skylt við kristni og sækir ymislegt til gyðingdoms þar sem lifað er eftir reglum svo sem hvað varðar matarvenjur, fostu a akveðnum timum, umskurn a kynfærum, reglulegar bænir og fleira. Margir truarsiðir i islam eru upprunnir ur heiðnum truarbrogðum araba fra þvi fyrir tima Muhameðs. Islam er ekki einungis truarbrogð heldur er þeim oft lyst sem allsherjar lifsreglum sem taka til allra þatta lifs muslima, bæði felagslegra, efnahagslegra, siðferðislegra og andlegra. [1] Stjornskipan, rettarfar, loggjof, refsingar og almennar lifsvenjur muslima taka mið af truartextum islams og lifi spamannsins Muhameðs.

Islam er stundum nefnd muhameðstru a islensku . Samsvarandi heiti voru notuð i flestum Evropumalum en eru nu oðum a undanhaldi. Astæðan er su að muslimar (fylgjendur islam) alita hugtakið ?muhameðstru“ villandi þar sem Muhameð er spamaður en ekki Guð .

Muslimar [ breyta | breyta frumkoða ]

muslimi maður að biðja

Muslimar ( Arabiska : ????) eru fylgjendur islams, en orðið þyðir bokstaflega sa sem ?synir undirgefni“ eða ?hlyðir“ Guði. Þeir fylgja leiðsogn Muhammed spamanns en þeir trua a Guð og tilbiðja Guð, skapara alheimsins. Muslimi truir að Guð se einn (an milliliða) og þess vegna verðskuldar aðeins Guð (Allah a Arabisku) tilbeiðslu. Hann truir lika að Guð hafi sent ollum þjoðum jarðar þessi skilaboð gegnum spamenn (Adam, Noa, Abraham, Moses og Jesus, auk Muhammeðs) og að i Koraninum se lokaopinberun Guðs til manna. Muslimi lifir i undirgefni við vilja Guðs þvi hann truir að með þessum hætti oðlist hann innri frið og hamingju i þessu lifi og ekki sist eftir dauða, i himnariki.

Orðsifjar [ breyta | breyta frumkoða ]

A arabisku kemur orðið ?muslimi“ ur þriggja stafa rotinni S-L-M, sem hefur merkinguna ?friðsamleg undirgefni; að gefa sig; að hlyða; friður“. Onnur arabisk orð sem eru dregin af S-L-M rotinni: Isl?m sem þyðir ?undirgefni/hlyðni“, það er að segja undirgefni við Guð. Muslimar greinast i morg trufelog , langstærst þeirra eru sjia-muslimar og sunni-muslimar . Bænahus muslima heita moskur . Talið er að fjoldi muslima i heiminum i dag se 1,57 milljarðar, þar af bua 38 milljonir muslima i Evropu og 2,4 milljonir i Bandarikjunum. [2] Muslimar a Islandi eru um 1300 samkvæmt Hagstofu Islands . [3]

Orðsifjar [ breyta | breyta frumkoða ]

A arabisku kemur orðið Isl?m ur þriggja stafa rotinni S-L-M , sem hefur merkinguna ?undirgefni; að gefa sig; að hlyða“. [4] Isl?m þyðir bokstaflega ?undirgefni/hlyðni,“ það er að segja undirgefni við Allah , sem er nafn guðs i islam.

Onnur arabisk orð sem eru dregin af S-L-M rotinni:

  • Sal?m, þyðir ?friður“, og er algengt að heilsast með þessu avarpi
  • Muslim, fylgjandi islam, þyðir sa sem ?synir undirgefni“ eða ?hlyðir“ Guði.

Tru [ breyta | breyta frumkoða ]

Muslimar trua þvi að Guð (a arabisku Allah ; einnig a arameisku Alaha ) hafi opinberað boðskap sinn til manna fyrir Muhameð spamanni sem uppi var i Arabiu 570- 632 (samkvæmt gregorianska timatalinu ). Þeir trua þvi einnig að aðrir spamenn Guðs, þar a meðal Adam , Noi , Abraham , Moses og Jesus (sem þeir kalla Isa ) hafi fengið opinberanir fra honum. Muslimar trua þvi að Muhameð se siðasti og mesti spamaðurinn eða ?innsiglið“. Opinberanir hans munu endast fram að Domsdegi .

Elsta mynd sem til er af Muhameð

Aðalrit muslima er Koraninn en þeir trua þvi að hann hafi verið skrifaður af Muhameð beint eftir Gabriel erkiengli samkvæmt boði Guðs. Koraninn er samkvæmt muslimum obrengluð orð Guðs (olikt Bibliu kristinna manna, sem a að vera texti venjulegra manna innblasinn af Guði) og var opinberaður a arabisku. Mikið er lagt upp ur þvi i samfelogum muslima að folk geti lesið (og helst talað) arabisku og þar með lesið Koraninn a frummali. Muslimar trua þvi að hluti af guðspjollunum , Torah og spadomabækur Gyðinga hafi, þratt fyrir heilagan uppruna þeirra, verið vantulkaðar og þær misfarist af manna voldum. Fra þessu sjonarhorni er Koraninn leiðretting a heilogum ritum Gyðinga og kristinna manna og lokaopinberun.

Muslimar alita að islam se i aðalatriðum su sama tru sem aðrir spamenn og sendiboðar Guðs hafa opinberað monnum allt fra Adam og Abraham. Koraninn kallar Gyðinga og kristna ?folk bokarinnar“.

Grundvallartruarjatningu islam er að finna i ?ah?dat?n (?tvær erfðaskrar“, a arabisku: ?? ??? ??? ???? ????? ???? ???? ): l? il?h? ill?-ll?hu; muhammadur-ras?lu-ll?hi ? ?Það er enginn guð nema Guð (All?h); Muhameð er spamaður Guðs (Allah).“ Til að gerast muslimi verður að hafa þessa setningu yfir (a arabisku) og trua henni i vitna viðurvist. Það er ekki hægt að neyða neinn til að gerast muslimi, einungis sa sem virkilega oskar þess getur orðið það.

Fyrir utan Koraninn eru frasagnirnar um gerðir og ummæli Muhameðs, sem nefndar eru hadith , mikilvægustu undirstoðir truarskoðana og rettarkerfis muslima.

Fimm stoðir islam [ breyta | breyta frumkoða ]

Islam hefur fimm stoðir, fimm grundvallaratriði truarinnar. Staða þeirra er umdeild milli gerða islam, en i ollum eru þær mikilvægar. Stoðirnar fimm eru:

  • Shah?dah (sjahada, truarjatningin) ? Yfirlysing um að það se enginn guð annar en Allah og Muhameð se sendiboði hans.
  • Salat ( salat , bænin ) ? Það að biðja skuli fimm sinnum a dag og krjupa i att að Kaaba hofinu i Mekka
  • Sawm (saum, fastan ) ? Að sleppa þvi að borða, drekka og stunda kynlif fra dogun til solseturs i tunglmanuðinum Ramadan .
  • Zak?t (sakat, olmusa ) ? Ætlast er til þess að allir muslimar greiði fasta prosentu sem svo er utdeilt til fatækra.
  • Hajj ( hadsji (pilagrimsferð) ? Ætlast er til þess að allir muslimar, svo lengi sem fjarhagur og heilsa leyfi, fari til Mekka i það minnsta einu sinni um ævina.

Guð [ breyta | breyta frumkoða ]

Arabiska orðið All?h , eða Guð, skrifað með skrautskript.

Grundvallarhugmynd islam er að Guð se einn og oskiptanlegur (a arabisku tawhid ). Islam er þvi eingyðistru. Guð er skapari heimsins og drottnar yfr ollu sem lifir, eins og i kristinni tru.

Guð er skilgreindur i Koraninum, suru 112 a þennan hatt:

Segðu ?Hann er Guð, einn og sa eini. All?h, hinn Eilifi, Allsherjar sjalfvaldur meistari. Hann getur engan og er ekki getinn, og enginn er likur Honum.“ ( Yusuf A. Ali Geymt 5 september 2019 i Wayback Machine ).

Orðið All?h er einnig notað um Guð af arabiskumælandi Gyðingum og kristnum. Nafnið All?h er einungis hægt að nota i eintolu og það hefur ekkert kyn. Muslimar deila ekki hugmynd kristninnar um ? heilaga þrenningu “ (samfelag foður og sonar og heilags anda i einum guðdomi).

Skurðgoðasmið er litin hornauga i Koraninum eins og Bibliunni. Ekki skal gera mynd af Guði, hvorki tvi- eða þriviða . Nofn Guðs eru 99 talsins i Koraninum en allar sururnar, utan einnar, hefjast a orðunum: ?I nafni Guðs, hins naðuga, hins miskunnsama“.

Saga [ breyta | breyta frumkoða ]

Yfirraðasvæði kalifatsins arið 750

Arið 610 fekk Muhameð (samkvæmt muslimum) kall sitt sem spamaður i helli nokkrum stutt fra Mekka. Honum a þa að hafa verið falið það verkefni að opinbera þann texta sem i dag er kallaður Koraninn og boða stranga eingyðistru þar sem kjarninn var koma domsdags þar sem folk yrði reist ur dauðanum, ranglatir myndu brenna i vitislogum Allah en rettlatir hefðu visa vist i paradis hans.

Mikið er til af heimildum um lif Muhameðs og fyrstu ar islams, færðar i rit einni til tveimur oldum eftir dauða hans. Samtimaheimildir eru helst vers koranins, en mikið af þeim hofðu verið rituð niður um og eftir dauða Muhameðs. Helstu heimildir, og þær virtustu meðal muslima, eru Koraninn (sem var fyrst skrað eftir dauða Muhameðs) sjalfur, Hadith textarnir (eða hefðirnar) og Sira (fyrsta ritið um ævi Muhameðs). Ef þessi rit eru lesin i samhengi ma sja glogglega flesta meginatburði a upphafstima islams og hvernig og hvers vegna vitranir Muhameðs koma fram. Þetta er mjog frabrugðið sagnfræði kristinna manna, buddista og annarra truarhopa þar sem litið er til af sagnfræðilegum heimildum oðrum en truartextum. Soguhefðir shia og sunnimuslima um upphafstima islam er ymsum atriðum allolikar og grundvollur klofnings safnaðanna. [5]

Muhameð fekk faa fylgismenn i upphafi, og aðallega ur lægri stettum samfelagsins, en Muhameð sjalfur tilheyrði yfirstettinni i Mekka, sem meðal annars stjornaði hofinu Kaba. Arið 622 voru Muhameð og fylgismenn hans neyddir til að flyja til borgarinnar Medina . I kjolfar þess taka Muhameð og fylgismenn hans upp vopnaða barattu og herja a yfirstettina i Mekka og samfelog gyðinga i og kringum Medina. Meðal annars með ranum og mannvigum tokst Muhameð og fylgismonnum hans að beygja undir sig fleiri og fleiri ættbalka a Arabiuskaganum.

Þegar Muhameð lest arið 632 naði veldi hans og þar með veldi islam yfir broðurpart Arabiu. Þegar hann lest tok vinur hans Abu Bakr við voldum en næstu tveir kalifar (leiðtogar hins islamska rikis) voru skyldmenni Muhameðs. A þessum tima stækkaði yfirraðasvæði islamska rikisins, sem nefnt hefur verið Kalifatið , mjog mikið og varð að mjog storu heimsveldi. Fjorði kalifinn var hins vegar tengdasonur Muhameðs, Ali ibn Abu Talib , og deilan um rettmæti valda hans eru undirrotin að skiptingu muslima i sjia og sunni . Sjia-muslimar trua þvi að þeir sem a undan honum voru hafi verið ologmætir vegna þess að Muhameð hafi nefnt hann sem eftirmann sinn a danarbeði sinu, en sunniar eru osammala þessu. Kalifatið naði hamarki sem eitt riki um 750. Það klofnaði i fleiri riki i raun, en hinir nyorðu muslimar Tyrkir naðu voldum yfir nokkurn veginn ollu landsvæðinu a elleftu old með Ottomanska veldinu . Fjolmennasta nutimariki þar sem meirihluti ibua eru muslimar er Indonesia .

Kort sem synir aætlað hlutfall muslima eftir londum. Rauði liturinn taknar her sjia og sa græni sunni, drekkt litar synir hlutfall

Tengt efni [ breyta | breyta frumkoða ]

Tilvisanir [ breyta | breyta frumkoða ]

  1. Islam i stuttu mali , Grein a vefsiðu Felags islenskra muslima, http://www.islam.is/index.php?option=com_content&view=article&id=6&Itemid=3&lang=is [ ovirkur tengill ] . Skoðað 3.10.2009.
  2. A Report on the Size and Distribution of the World's Muslim Population , The Pew Forum on Religion and Public Life, oktober 2009, http://pewforum.org/docs/?DocID=451 Geymt 17 april 2010 i Wayback Machine , skoðað 17.10.2009
  3. Hagstofa Islands, http://www.hagstofa.is , skoðað 19.10.2009
  4. ?USC-MSA Compendium of Muslim Texts“ . Afrit af upprunalegu geymt þann 14. september 2008 . Sott 16. mars 2016 .
  5. Madelung, Wilferd (1997). The Succession to Muhammad: A Study of the Early Caliphate. Cambridge University Press. ISBN 0-521-64696-0 .

Tenglar [ breyta | breyta frumkoða ]