Joao Goulart

Ur Wikipediu, frjalsa alfræðiritinu
Joao Goulart
Goulart arið 1961.
Forseti Brasiliu
I embætti
8. september 1961  ? 2. april 1964
Forsætisraðherra Tancredo Neves
Francisco de Paula Brochado da Rocha
Hermes Lima
Varaforseti Enginn
Forveri Ranieri Mazzilli (starfandi)
Eftirmaður Ranieri Mazzilli (starfandi)
Personulegar upplysingar
Fæddur 1. mars 1918
Sao Borja , Rio Grande do Sul , Brasiliu
Latinn 6. desember 1976 (58 ara) Mercedes, Corrientes , Argentinu
Stjornmalaflokkur Verkamannaflokkurinn
Maki Maria Teresa Fontela Goulart (g. 1955)
Starf Stjornmalamaður
Undirskrift

Joao Belchior Marques Goulart (1. mars 1918 ? 6. desember 1976), einnig kallaður Jango , var brasiliskur stjornmalamaður sem var 24. forseti Brasiliu. Hann sat i embætti fra arinu 1961 þar til honum var steypt af stoli i herforingjauppreisn arið 1964 . Hann var siðasti vinstrisinnaði forseti Brasiliu þar til Luiz Inacio Lula da Silva tok við embætti arið 2003.

Æviagrip [ breyta | breyta frumkoða ]

Goulart fæddist arið 1919 i Iguariaca, sem i dag er hluti af heraðinu Itacurubi, nalægt bænum Sao Borja i Rio Grande do Sul . Hann fæddist inn i fjolskyldu rikra landeigenda. Hann var elstur i systkinahop atta systra og þriggja bræðra.

Goulart utskrifaðist ur laganami i logfræðihaskola Porto Alegre arið 1939 en vann þo aldrei sem logfræðingur. Faðir Goularts lest arið 1943 og Goulart hugðist þvi taka við stjorn fjolskyldueignarinnar en þegar Getulio Vargas forseti (fjolskylduvinur Goulart-ættarinnar) sagði af ser i fyrsta sinn arið 1945 akvað Goulart þess i stað að byrja þatttoku i stjornmalum. Hann naði fljott talsverðum vinsældum. Goulart var kjorinn i fylkisstjorn Rio Grande do Sul arið 1945 og varð vinnumalaraðherra i nyrri stjorn Vargas arið 1953. I þvi embætti let hann tvofalda lagmarkslaun i Brasiliu. Goulart varð varaforseti Brasiliu arið 1956, fyrst i stjorn Juscelino Kubitschek forseta og siðan forsetatið Janio Quadros .

Eftir að Quadros sagði af ser arið 1961 varð Goulart forseti Brasiliu. Yfirvold i Brasiliu voru hins vegar treg til þess að leyfa Goulart, sem þau toldu hættulega vinstrisinnaðan, að setjast a forsetastol og þvi gerðu þau stjornarskrarbreytingu sem skerti verulega vold forsetans og juku vold þingsins aður en hann gat tekið við embætti. Goulart let þvi kalla til þjoðaratkvæðagreiðslu um stjornarskrarbreytingar til að draga ur þingræði i Brasiliu og auka vold forsetans a ny. Stjornarskrarbreytingarnar voru samþykktar með miklum meirihluta og vold Goularts jukust þvi verulega. [1] Arið 1964 hof rikisstjorn Lyndons B. Johnson i Bandarikjunum fjolmiðlaherferð gegn Goulart. [2] Með vinstrisinnuðum umbotum sinum styggði Goulart verulega hluta brasilisku millistettarinnar, brasiliska viðskiptajofra og stjorn Bandarikjanna. Bandarikjamenn fjarmognuðu brasilisku stjornarandstoðuna a stjornararum Goularts, serstaklega i þingkosningum arsins 1962. [3]

Goulart var steypt af stoli arið 1964 i valdarani brasiliskra herforingja sem framið var með stuðningi bandarisku leyniþjonustunnar . I kjolfarið viðurkenndi Lincoln Gordon , bandariski sendiherrann i Brasiliu, að Bandarikjastjorn hefði styrkt andstæðinga Goularts, staðsett fjolda njosnara i Brasiliu og að ?eina erlenda hondin sem [hafi att] hlut að mali var hond Washington“. [2]

Eftir valdaranið var stofnuð herforingjastjorn i Brasiliu . Goulart var sakaður um að bera abyrgð a verðbolgu , um að hafa skipulagt hættulega endurskiptingu auðæfa, um að hafa ætlað ser að taka einræðisvald og um að hafa att vingott með kommunistum . Goulart neitaði að beita valdi til að berjast gegn valdaransmonnunum og helt þess i stað i utlegð til Urugvæ . Þar var hann skraður sem hælisleitandi en ekki sem politiskur utlagi og gat hann þvi ekki beitt ser að raði gegn einræðisstjorn Brasiliu. [4]

Goulart lest arið 1978 i Mercedes i Argentinu . Opinber skyring a dauða hans var su að hann hafi fengið hjartaafall en kenningar hafa lengi verið a kreiki um að hann hafi verið myrtur i samræmi við aðgerðir Kondoraætlunarinnar . [5] [6] Að osk fjolskyldu Goularts var lik hans ekki krufið. [7]

Arið 2008 birti dagblaðið Folha de S. Paulo grein um að gamall urugvæskur njosnari að nafni Mario Neira Barreiro hefði staðhæft að formaður brasilisku oryggislogreglunnar, Sergio Fleury, hefði latið eitra fyrir Goulart að tilskipan þaverandi forseta Brasiliu, Ernesto Geisel . [8]

Arið 2013 var akveðið að grafa upp lik Goularts til að rannsaka það nanar. [9] Rettarlæknir komst að þeirri niðurstoðu eftir krufningu næsta ar að ekki hefði verið eitrað fyrir Goulart. [10]

Tilvisanir [ breyta | breyta frumkoða ]

  1. ?Forseti Brasiliu fær oskert vold“ . Alþyðublaðið . 30. januar 1963 . Sott 13. januar 2019 .
  2. 2,0 2,1 Library of Congress Country Studies - Brazil, Military Regime, 1964-85 , Skjalasafn Bandarikjaþings.
  3. Maurice Lemoine (2015). Les enfants caches du general Pinochet. Precis de coups d’Etat modernes et autres tentatives de destabilisation (franska). Don Quichotte. bls. 64.
  4. Roger Rodriguez (11. januar 2008). ?El Uruguay de Philip Agee“ (portugalska). La Republica . Sott 13. januar 2019 .
  5. ?Filho de Jango diz que exumacao e so inicio e quer que americanos deponham“ (portugalska). Mundo. 12. mai 2013 . Sott 13. januar 2019 .
  6. Carlos Heitor Cony (8. januar 2008). ?Ainda a Operacao Condor“ (portugalska). Folha de S.Paulo . Sott 13. januar 2019 .
  7. ?Historiador rejeita tese de conspiracao contra Joao Goulart“ (portugalska). Folha de S.Paulo . Sott 13. januar 2019 .
  8. ?Goulart foi morto a pedido do Brasil, diz ex-agente uruguaio“ (portugalska). Folha de S.Paulo . Sott 13. januar 2019 .
  9. ?Corpo de Joao Goulart pode passar por exumacao“ (portugalska). BBC . 3. mai 2013 . Sott 13. januar 2019 .
  10. Maria Martin (1. desember 2014). ?Autopsia de Jango aponta que nao existem indicios de asassinato“ (portugalska). El Pais . Sott 11. september 2022 .


Fyrirrennari:
Ranieri Mazzilli
(starfandi)
Forseti Brasiliu
( 8. september 1961 ? 2. april 1964 )
Eftirmaður:
Ranieri Mazzilli
(starfandi)