Alfred Eisenbeisser

Ur Wikipediu, frjalsa alfræðiritinu

Alfred Eisenbeisser (rumenska: Alfred ?Fredi“ Fieraru ) (f. 7. april 1908 - d. 1. juli 1991 ) var rumenskur knattspyrnumaður og skautadansari. Hann vann það fagæta afrek að keppa bæði a Olympiuleikum og HM i knattspyrnu , i sitthvorri iþrottinni.

Ævi og ferill [ breyta | breyta frumkoða ]

Eisenbeisser fæddist i borginni Cern?u?i i Austurriki-Ungverjalandi (nu Ukrainu ). Hann var af þysku ætterni en hlaut rumenskt rikisfang i kjolfar stækkunnar landsins eftir fyrri heimsstyrjoldina .

Knattspyrnuferill hans hofst með borgarliðum i Cern?u?i og arið 1930 var hann valinn i rumenska landsliðið sem tok þatt i fyrstu heimsmeistarakeppninni i Urugvæ . Hann tok þatt i baðum leikjum Rumena a motinu, gegn Peru og Urugvæ . Tveimur arum eftir heimsmeistaramotið gekk hann til liðs við felagið Venus Bukarest og varð fjorvegis rumenskur meistari undir þeirra merkjum aður en hann lagði skona a hilluna arið 1944.

Samhliða knattspyrnuferlinum lagði Eisenbeisser stund a listhlaup a skautum. Hann keppti i parakeppni a Evropumeistaramotinu i listdansi arin 1934 og 1939. A OL i Berlin 1936 naði hann 7. sæti asamt dansfelaga sinum Irinu Timcic. Eisenbeisser naði þvi þeim fagæta afanga að keppa bæði a HM i knattspyrnu og a Olympiuleikum i annarri iþrott en knattspyrnu.

Upprisa fra dauðum [ breyta | breyta frumkoða ]

Eisenbeisser var hætt kominn a heimleiðinni fra HM i Urugvæ arið 1930. Hann fekk lungnabolgu i ferðinni og þurfti að leggjast inn a sjukrahus i Genua . Honum var ekki hugað lif og neyddust liðsfelagar hans til að skilja hann eftir a Italiu . Þegar heim var komið tilkynntu þeir fjolskyldunni um andlat Alfreds. Ollum að ovorum braggaðist leikmaðurinn furðuhratt og tokst honum að komast heim upp a eigin spytur. Hann kom heim til sin i þa mund sem verið var að undirbua minningarathofnina um hann og leið yfir moðurina þegar sonurinn birtist afturgenginn a heimilinu.

Heimildir [ breyta | breyta frumkoða ]