Patrice Lumumba

Ur Wikipediu, frjalsa alfræðiritinu
Patrice Lumumba
Patrice Lumumba i Brussel arið 1960.
Forsætisraðherra Lyðveldisins Kongo
I embætti
24. juni 1960  ? 5. september 1960
Forseti Joseph Kasa-Vubu
Forveri Fyrstur i embætti
Eftirmaður Joseph Ileo
Personulegar upplysingar
Fæddur 2. juli 1925
Katakokombe , belgiska Kongo (nu Lyðstjornarlyðveldinu Kongo )
Latinn 17. januar 1961 (35 ara) Elisabethville (nu Lubumbashi ), Katanga
Danarorsok Myrtur
Stjornmalaflokkur Kongoska þjoðernishreyfingin (Mouvement national congolais)
Maki Pauline Opanga Lumumba
Truarbrogð Kaþolskur
Born Michel, Francois, Guy Patrice, Juliane, Patrice, Roland
Starf Stjornmalamaður

Patrice Emery Lumumba (2. juli 1925 ? 17. januar 1961) var kongoskur sjalfstæðisleiðtogi og fyrsti lyðræðislega kjorni forsætisraðherra Lyðveldisins Kongo (nu Lyðstjornarlyðveldisins Kongo). Lumumba var lykilmaður i að semja um sjalfstæði Kongo fra Belgiu og var stofnandi og leiðtogi Kongosku þjoðernishreyfingarinnar (fr. Mouvement national congolais ; MNC).

Stuttu eftir að Kongo hlaut sjalfstæði arið 1960 gerði herinn uppreisn sem markaði upphaf Kongodeilunnar . Lumumba biðlaði til Bandarikjanna og Sameinuðu þjoðanna um hjalp við að kveða niður aðskilnaðarsinnana i Katanga en hafði ekki erindi sem erfiði. Þvi leitaði hann þess i stað til Sovetrikjanna . Þetta leiddi til agreinings Lumumba við Joseph Kasa-Vubu forseta og starfsmannastjorann Joseph-Desire Mobutu auk þess sem akvorðunin styggði mjog Bandarikin og Belgiu. I kjolfarið var Lumumba handtekinn af raðamonnum undir stjorn Mobutu, framseldur aðskilnaðarsinnunum i Katanga og tekinn af lifi. Lik hans var siðan butað i sundur og likamshlutarnir leystir up i syru. [1] Eftir dauða hans foru sjalfstæðissinnar i Afriku að lita a Lumumba sem pislarvott sem hefði latið lifið i viðleitni til að endurheimta sjalfstæði nylendanna .

Bæði belgisk og bandarisk stjornvold liggja undir grun sem þatttakendur i samsærinu sem leiddi til dauða Lumumba. Viðhorf þeirra til Lumumba litaðist af kalda striðinu og voru þau tortryggin i hans garð þar sem hann þotti hallur undir Sovetrikin. Lumumba sagðist þo ekki vera kommunisti, heldur hafi hann neyðst til að leita a naðir Sovetrikjanna þar sem enginn annar vildi hjalpa honum að leysa Kongo ur viðjum nylenduyfirraða. [2] Belgiskir liðsforingjar foru fyrir aftokusveitinni sem batt enda a lif Lumumba. [3] [4] [3] Bandariska leyniþjonustan hafði auk þess lagt drog að aætlunum til að koma Lumumba fyrir kattarnef [5] [6] [7] og Dwight D. Eisenhower Bandarikjaforseti hafði sjalfur viljað hann feigan. [8]

Það eina sem varðveittist af jarðneskum leifum Lumumba var ein gulltonn sem belgiskur logreglumaður reif ur likinu og for með til Belgiu. Tonnin varðveittist i forum fjolskyldu hans fram til arsins 2020, en þa urskurðaði belgiskur domstoll að tonninni skyldi skilað til Kongo. [9]

Tilvisanir [ breyta | breyta frumkoða ]

  1. Vera Illugadottir (2018). ?Forsætisraðherra myrtur og leystur upp i syru“ . RUV.
  2. Sean Kelly, America's Tyrant: The CIA and Mobutu of Zaire , bls. 29.
  3. 3,0 3,1 The Assassination of Lumumba , Ludo De Witte, 2003.
  4. Hollington, Kris (2007). Wolves, Jackals and Foxes: The Assassins Who Changed History . True Crime. bls. 50?65 . Sott 11. desember 2010 .
  5. 6) Plan to poison Congo leader Patrice Lumumba (p. 464) , Family jewels CIA documents , on the National Security Archive 's website
  6. ?A killing in Congo“ . US News . 24. juli 2000 . Sott 18. juni 2006 .
  7. Sidney Gottlieb "obituary" ?Sidney Gottlieb“ . Counterpunch.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. juni 2011 . Sott 21. oktober 2017 .
  8. Kettle, Martin (10. agust 2000). ?President 'ordered murder' of Congo leader“ . The Guardian . London . Sott 18. juni 2006 .
  9. Atli Isleifsson (11. september 2020). ?Belgar munu loks skila tonninni ur Lumumba til Kongo“ . Visir . Sott 11. september 2020 .