Jon (biskup)

Ur Wikipediu, frjalsa alfræðiritinu

Jon (d. 1413 ) biskup i Skalholti snemma a 15. old, hafði aður verið aboti við Mikaelsklaustur (Munklifi) i Bjorgvin . Foðurnafn hans er oþekkt og ekkert vitað um ætt hans og uppruna. Hann er stundum kallaður Jon danski i heimildum en ovist er hvort hann var danskur eða norskur.

Hann hlaut biskupsvigslu 1406, en Vilkin Hinriksson Skalholtsbiskup hafði andast i Noregi arið aður, kom til Islands 1408 og song fyrstu messu sina a landinu 8. september . Hann var i rauninni eini biskupinn a landinu alla biskupstið sina þvi að Petur Nikulasson Holabiskup hafði farið ur landi 1402 og kom ekki aftur og eftirmaður hans, Jon Tofason , kom fyrst til landsins 1419. Arið 1409 for Jon i visitasiuferð norður i land en annars er fatt vitað um biskupstið hans.

Hann do siðla ars 1413, ur holdsveiki að þvi er segir i heimildum. I brefi sem Johannes pafi XXIII sendi biskupinum i Lybiku og dagsett er 23. juli 1413 er fjallað um veikindi Skalholtsbiskups og segir þar að hann se yfirkominn af sjukdomnum svo að hold og bein hrynji af hondum og fotum.

Innsigli merkt Joni Skalholtsbiskupi fannst i jorðu i Arosum i Danmorku arið 1879 og er talið að þar se um þennan Jon að ræða.

Heimildir [ breyta | breyta frumkoða ]

  • ??Innsigli Jons Skalholtsbiskups." Arbok hins islenska fornleifafelags , 78. argangur 1981“ .


Fyrirrennari:
Vilchin Hinriksson
Skalholtsbiskup
( 1406 ? 1413 )
Eftirmaður:
Arni Olafsson


   Þetta æviagrip sem tengist Islandi er stubbur . Þu getur hjalpað til með þvi að bæta við greinina .