Hvanneyri

Ur Wikipediu, frjalsa alfræðiritinu
Hvanneyri.

Hvanneyri er þettbylis- skola- og kirkjustaður i Andakil i Borgarbyggð . A staðnum var lengi storbyli og taldist jorðin 60 hundruð . Þar hefur Bændaskolinn a Hvanneyri verið starfræktur fra 1889, þegar stofnaður var bunaðarskoli fyrir suðuramtið. Hvanneyrarhverfið samanstoð af hofuðbolinu Hvanneyri og þegar bunaðarskolinn var stofnaður voru jarðir og hjaleigur lagðar undir skolann. Voru þetta Sviri, Asgarður, Tungutun, Barustaðir, Staðarholl, Kista og Hamrakot. Arið 1907 urðu breytingar a starfi skolans, namið varð fjolþættara og boknam aukið og het hann eftir það Bændaskolinn a Hvanneyri. Framhaldsnam i buvisindum hofst þar svo 1947 og myndaðist þar þettbyli i kjolfarið. Butæknideild Rannsoknarstofnunar landbunaðarins hefur haft þar aðsetur og aðstoðu siðan 1965 og i dag er a staðnum Landbunaðarhaskoli Islands og er aðal lifæð staðarins. A Hvanneyri attu 307 logheimili þann 1. januar 2019 .

Saga [ breyta | breyta frumkoða ]

Hvanneyri er talin vera landnamsjorð Skalla-Grims Kveld-Ulfssonar en hann nam land milli Borgarhrauns og Hafnarfjalls . Hann gaf siðar Grimi hinum haleyska land milli Grimsar og Andakilsar og bjo hann a Hvanneyri.

Kirkja var fyrst sett a Hvanneyri a 12. old en hun er i dag bændakirkja og þvi i eigu Landbunaðarhaskolans. Kirkjan stoð a Kirkjuhol en arið 1903 fauk hun og lenti norðan við kirkjugarðinn. Þvi var akveðið að færa kirkjuna og var hun sett a þann stað sem su gamla lenti. Nuverandi kirkja var vigð arið 1905 .

Arið 1943 var Landsmot ungmennafelaganna haldið a Asgarðsfit.

Natturufar [ breyta | breyta frumkoða ]

Meðfram Hvita liggja Hvanneyrarengjar sem fengu næringu ur anni með aveitum . Þaðan kom lengi vel allur heyafli Hvanneyrarbusins, eða þangað til farið var að rækta tun suður i myrunum upp ur 1940. Meðfram engjunum liggur as nokkur og snyr Kinnin, brekka, i att að anni. As þessi markar syðri hluta Borgarfjarðarsamhverfunnar en það eru hallandi jarðlog. Sunnan Hvitar halla jarðlogin til suðausturs en norðan ar til norðvesturs. Klapparholt þetta hindrar afrennsli af myrunum fyrir sunnan.

Fuglalif [ breyta | breyta frumkoða ]

Blesgæs setur svip sinn a Hvanneyri bæði vor og haust

Fuglalifið a Hvanneyri er mjog fjolbreytt. Þar er verndarsvæði blesgæsarinnar a Islandi en þær hafa viðkomu a tunum staðarins bæði vor og haust.

Byggðin [ breyta | breyta frumkoða ]

Ibuðarhus staðarins eru dreifð um svæðið sem og nemendagarðar, heimavist og skolahus sem tilheyra Landbunaðarhaskolanum. Hus Hvanna er vestarlega og hysir það ymis fyrirtæki, s.s. Bunaðarsamband Vesturlands , Vesturlandsskoga , Landssamband kuabænda og onnur landbunaðartengd fyrirtæki. Að auki er þar að finna Hvanneyrardeild Grunnskola Borgarfjarðar (aður Andakilsskola ) og leikskolann Andabæ. Við skolann er að finna storan knattspyrnuvoll og sparkvoll.

Viðmynd af Hvanneyri seð fra Kirkjuhol. Fra vinstri: Sviri, Alfholl, Andakilsskoli fyrir miðri mynd, næst nemendagarðar við Skolaflot. Fjallahringurinn með Hestfjalli (vinstra megin við Svira), Skorradalshalsi, Skessuhorni og Skeljabrekkufjalli

Heimildir [ breyta | breyta frumkoða ]

  • ?Vesturland.is - Afþreying og staðir“ . Sott 27. juli 2010 .
  • Þorsteinn Josepsson, Steindor Steindorsson og Pall Lindal (1982). Landið þitt Island, A-G . Orn og Orlygur.
  • Bjorn Hroarsson (1994). A ferð um landið, Borgarfjorður og Myrar . Mal og menning. ISBN   9979-3-0657-2 .

Tenglar [ breyta | breyta frumkoða ]