Austromverska keisaradæmið

Ur Wikipediu, frjalsa alfræðiritinu
Austromverska keisaradæmið þegar það var stærst, arið 550 .

Austromverska keisaradæmið , Bysantium , Bysansrikið eða Miklagarðsrikið ( griska : Βασιλε?α ?ωμα?ων Basileia Hromaion , latina : Imperium Romanum ) var riki sem varð til þegar Romaveldi var varanlega skipt i tvennt, arið 395 . [1] Hitt rikið var kallað Vestromverska keisaradæmið . Rikið varð til a siðfornold og stoð fram a miðaldir . Það varð þvi 1000 arum eldra en Vestromverska rikið sem leið undir lok a 5. old. Endalok þess urðu þegar Tyrkjaveldi lagði Konstantinopel undir sig arið 1453 . Lengst af var það stærsta og oflugasta riki Evropu.

?Austromverska rikið“ eða ?Bysantium“ eru heiti sem urðu til eftir að rikið leið undir lok. Ibuar þess kolluðu það einfaldlega ?Romaveldi“ eða ?Romaniu“ og sjalfa sig ?Romverja“. Seinni tima sagnfræðingar hafa hins vegar viljað gera greinarmun a þessu riki og hinu eiginlega Romaveldi þar sem miðstoð þess var i Konstantinopel fremur en Rom , tungumal og menning rikisins voru grisk fremur en latnesk og retttrunaðarkirkjan fremur en romversk-kaþolska kirkjan var rikiskirkja.

Skipting Romaveldis i latneskan vesturhluta og griskan austurhluta markast af nokkrum atburðum a 4. og 5. old. Konstantinus 1. (rikti 327-337) flutti hofuðborg rikisins til Konstantinopel og gerði kristni loglega. Þeodosius 1. (rikti 379-395) gerði kristni að rikistru og takmarkaði onnur truarbrogð. Heraklius (rikti 610-641) endurskipulagði herinn og gerði grisku að stjornsyslumali i stað latinu.

Landamæri rikisins þondust ut og drogust saman nokkrum sinnum. A rikisarum Justinianusar 1. (rikti 527-565) naði keisaradæmið mestri stærð, eftir að hafa lagt undir sig megnið af þeim londum við Miðjarðarhaf sem aður heyrðu undir Romaveldi, þar a meðal Norður-Afriku, Italiu og Rom, sem það helt i tvær aldir. Strið Bysantium og Sassanida 602-628 dro mattinn ur rikinu og i landvinningum muslima a 7. old missti það auðugustu lond sin, Egyptaland og Syrland , til Rasiduna . Umajadar naðu svo að leggja Norður-Afriku undir sig arið 698. A 10. og 11. old var Makedoniuætt við vold og rikið þandist ut a ny. Við tok makedonska endurreisnin sem stoð i tvær aldir, en lauk með missi meirihluta Litlu-Asiu til Seljukveldisins eftir orrustuna við Manzikert 1071. Eftir sigur i orrustunni logðu Tyrkir undir sig stærri svæði i Anatoliu . Keisaradæmið var reist við i Komnenosendurreisninni og a 12. old var Konstantinopel enn stærsta og rikasta borg Evropu. Fjorða krossferðin olli miklum hormungum með rani Konstantinopel arið 1204 og landsvæði sem Bysantium rikti aður yfir skiptust i grisk og frankversk yfirraðasvæði. Þratt fyrir endurreisn Konstantinopel undir stjorn Palaiologosættar 1261 naði keisaraveldið aldrei fyrri styrk. Þau landsvæði sem það reði enn yfir fellu eitt af oðru i hendur Tyrkja i striðum Tyrkja og Bysantium a 14. og 15. old. Fall Konstantinopel arið 1453 markar endalok Austromverska rikisins. Trebizond-keisaraveldið fell atta arum siðar i umsatrinu um Trebizond . Siðasti afkimi Austromverska rikisins var furstadæmið Þeodoros sem Tyrkjaveldi lagði undir sig 1475.

Saga [ breyta | breyta frumkoða ]

Skipting Romaveldis i austur og vestur atti rætur sinar að rekja til arsins 285 þegar Diokletianus og Maximianus skiptu með ser voldum. Rikið var sameinað a ny undir einn keisara arið 324 þegar Konstantinus mikli stoð uppi sem sigurvegari i barattu við Licinius . Arið 330 gerði Konstantinus Konstantinopel (sem aður het Bysantion) að nyrri hofuðborg Romaveldis og varð borgin siðan hofuðborg Austromverska rikisins. Eftir dag Konstantinusar styrðu Romaveldi ymist einn, tveir eða þrir keisarar i senn. Arið 394 tryggði Þeodosius 1. stoðu sina sem keisari yfir ollu heimsveldinu en þegar hann lest arið 395 var rikinu skipt i austur og vestur a milli sona hans Arkadiusar og Honoriusar . Þessi skipting Romaveldis reyndist varanleg og stjornaði hvor keisarinn sinum helmingi allt þar til vestromverska keisaradæmið leið undir lok arið 476 og það austromverska stoð eitt eftir.

Rikið var viðfeðmast a valdatima Justinianusar 1. , sem var keisari a arunum 527 ? 565, en hann stefndi að þvi að vinna a sitt vald oll þau landsvæði sem aður hofðu tilheyrt Romaveldi. Þessu markmiði sinu naði Justinianus ekki, en honum tokst þo, með hjalp Belisariusar, helsta hershofðingja sins, að vinna Norður-Afriku ur hondum Vandala og Italiu af Austgotum . Fljotlega eftir dauða Justinianusar for rikið þo að dragast saman aftur þvi arið 568 reðust Langbarðar inn a Italiuskaga og hertoku storan hluta hans.

A 7. old misstu Austromverjar allt sitt land fyrir botni Miðjarðarhafs og i Norður-Afriku i hendur Araba . Auk þess hirtu Bulgarar af þeim stor landsvæði a Balkanskaganum .

Rikið for aftur að stækka undir stjorn Leo 3. (717 ? 741) og a næstu oldum styrkti það stoðu sina a Balkanskaga og i Anatoliu . Veldi þess naði nyjum hæðum a stjornararum Basileiosar 2. (976 ? 1025) og naði a þeim tima fra Suður-Italiu i vestri til Armeniu i austri.

Eitt stærsta afallið sem Austromverska keisaradæmið varð fyrir i sogu sinni var þegar krossfarar fjorðu krossferðarinnar , sem voru a leið til Egyptalands , flæktust inn i deilur a milli Feneyinga og Austromverja. Afleiðing þessa varð su að krossfararnir reðust inn i Austromverska rikið og hertoku Konstantinopel arið 1204. Krossfararnir stofnuðu þa riki með hofuðborg i Konstantinopel sem kallað hefur verið Latneska keisaradæmið og stoð til arsins 1261. Þrju onnur riki urðu til a þeim svæðum sem aður tilheyrðu Austromverska rikinu. Voldugast þeirra var Keisaradæmið i Nikeu sem naði Konstantinopel aftur a sitt vald arið 1261 og endurreisti þar með Austromverska keisaradæmið.

Fall Bysantium [ breyta | breyta frumkoða ]

Fall Konstantinopel i fronsku handriti fra miðri 15. old.

Eftir lat Andronikosar 3. um miðja 14. old hofst sex ara borgarastyrjold . Hun gerði það að verkum að Serbar , undir stjorn Stefan Du?an gatu lagt undir sig megnið af þvi landi sem enn heyrði undir rikið og stofnað serbneska keisaradæmið . Arið 1354 lagði jarðskjalfti virkið i Gallipoli i rust sem gaf Tyrkjaveldi tækifæri til að koma ser upp bækistoð Evropumegin við sundin. [2] [3] Tyrkir voru stundum raðnir sem malaliðar gegn Serbum i þessum borgarastyrjoldum, en þegar þeim lauk, serstaklega eftir orrustuna um Kosovo 1389, var stor hluti Balkanskagans a þeirra valdi. [4]

Keisarinn bað þa um aðstoð ur vestri, en pafinn vildi aðeins hjalpa ef kirkjan yrði aftur sameinuð undir hans stjorn. Mikil andstaða var við slika sameiningu meðal klerka og almennings i landinu. [5] Nokkrar vesturevropskar hersveitir komu Bysantium til bjargar, en flestir raðamenn annars staðar i Evropu voru of uppteknir af eigin malum til að vilja sinna hjalparbeiðnum þaðan. [6] Þegar kom að umsatri Tyrkja um Konstantinopel var varnarlið borgarinnar aðeins skipað 7000 monnum, þar af um 2000 utlendingum, gegn 80.000 manna herliði Mehmeds 2. [7] A þessu stigi voru svo margir ibuar borgarinnar flunir að byggðin minnti meira a husaþyrpingar innan um tun, en borg. Konstantinopel fell 29. mai 1453 eftir tveggja vikna umsatur. Keisarinn, Konstantinus 11. Palaiologos , sast siðast kasta af ser keisaraklæðunum og taka þatt i bardogum eftir að Tyrkir brutust inn fyrir murana.

Eftirleikurinn [ breyta | breyta frumkoða ]

Fall Trebizond eftir Apollonio di Giovanni di Tommaso .

Þegar Konstantinopel fell hafði keisaraveldið i reynd aðeins verið til að nafninu til eftir afallið i fjorðu krossferðinni. Landið sem heyrði undir það skiptist milli þriggja lensrikja, Mystra , Trebizond og furstadæmisins Theodoros . Bræður keisarans, Tomas Palaiologos og Demetrios Palaiologos , riktu yfir Mystru sem helt sjalfstæði sinu með þvi að greiða skatt til Tyrkjaveldis. Ostjorn innanlands og uppreisn gegn Tyrkjum urðu til þess að Mehmed 2. lagði það undir sig arið 1460. [8]

Nokkur litil heruð veittu enn motspyrnu um tima. Eyjan Monemvasia neitaði að gefast upp og var fyrst um sinn undir stjorn spænsks sjoræningja. Ibuar steyptu honum af stoli og fengu leyfi Tomasar til að oska eftir vernd pafa fyrir arslok 1460. Maneskagi , syðst i Mystru, var undir stjorn bandalags hofðingja og komst siðan undir stjorn Feneyja. Siðasta vigið var Salmeniko i norðvesturhluta Mystru. Þar var Graitzas Palaiologos herstjori og rikti yfir Salmenikokastala . Bærinn gafst að lokum upp, en Graitzas og setuliðið heldu kastalanum fram i juli 1461 þegar þeir fluðu og sluppu inn a yfirraðasvæði Feneyja. [9]

Trebizond hafði klofnað fra Bysantium nokkrum vikum aður en krossfararnir logðu Konstantinopel undir sig 1204. Það varð i reynd arftaki keisaraveldisins. Davið keisari reyndi að stofna til bandalags gegn Tyrkjaveldi meðal vesturevropskra rikja og helt i krossferð gegn þeim sumarið 1461. Eftir manaðarlangt umsatur let hann þeim borgina eftir 14. agust 1461. Furstadæmið Theodoros helt velli i 14 ar eftir það og fell i hendur Tyrkja i desember 1475. Þar með hurfu siðustu leifar Romaveldis eftir 2228 ara sogu ef miðað er við stofnun Romar 753 f.Kr.

Liklega mynd af Andreas Palaiologos a veggmynd fra 1491 eftir Pinturicchio .

Frændi siðasta keisarans, Andreas Palaiologos , helt þvi fram að hann hefði erft keisaratignina. Hann bjo i Mystru þar til hun fell 1460 og siðan i Rom þar sem hann naut verndar pafa það sem hann atti eftir olifað. Þar sem keisaratignin erfðist aldrei formlega milli kynsloða hefði tilkall hans enga lagalega þyðingu haft i Bysantium, en keisaradæmið var fallið og i Vestur-Evropu gengu tignarheiti oftast i arf. Andreas titlaði sig Imperator Constantinopolitanus og seldi rettinn til að erfa titilinn bæði til Karls 8. Frakkakonungs og Ferdinands og Isabellu af Spani .

Konstantinus 11. lest barnlaus. Hefði keisaradæmið haldið afram hefðu bræðrasynir hans hugsanlega tekið við, en þeir voru teknir i þjonustu Mehmeds 2. Eldri broðirinn sem fekk nyja nafnið Has Murad , varð eftirlæti soldansins og landstjori a Balkanskaga. Sa yngri, Mesih Pasha , varð flotaforingi yfir tyrkneska flotanum og landstjori i Gallipoli. Hann varð storvesir i valdatið Bajesids 2. soldans. [10]

Mehmed 2. og eftirmenn hans litu a sig sem eiginlega arftaka Romaveldis, allt þar til Tyrkjaveldi leystist upp eftir fyrri heimsstyrjold . Þeir litu svo a að truarleg undirstaða keisaradæmisins hefði einfaldlega breyst, likt og hun hafði gert i valdatið Konstantinusar mikla, og notuðu orðið Rum (?Romverjar“) yfir kristna þegna sina. A sama tima litu Donarfurstadæmin a sig sem arftaka Bysantium og þar leituðu margir kristnir ibuar og aðalsmenn skjols. [11]

Ivan 3. , storfursti af Moskvu, gerði tilkall til þess að teljast verndari retttrunaðarkirkjunnar og arftaki keisarans. Hann hafði gifst systur Andreasar, Soffiu Palaiologinu , og barnabarn hennar, Ivan 4. , varð fyrsti tsar Russlands, en titillinn er dreginn af Caesar . Afkomendur þeirra litu þvi svo a að russneska keisaradæmið væri hinn eini sanni arftaki Romaveldis og þriðja Rom , þar til það hrundi i russnesku byltingunni . [12]

Tilvisanir [ breyta | breyta frumkoða ]

  1. stundum er miðað við stofnun Konstantinopel eða Miklagarðs arið 330 og stundum er miðað við arið 476 þegar Vestromverska rikið fell og einungis austromverska rikið stoð eftir
  2. Reinert 2002 , bls. 268.
  3. Vasil?ev, Aleksandr Aleksandrovich (1964). History of the Byzantine Empire, 324?1453 (enska). Univ of Wisconsin Press. ISBN   978-0-299-80925-6 . Afrit af uppruna a 8. agust 2021 . Sott 19. juli 2021 .
  4. Reinert 2002 , bls. 270.
  5. Runciman 1990 , bls. 71?72.
  6. Runciman 1990 , bls. 84?85.
  7. Runciman 1990 , bls. 84?86.
  8. Russell, Eugenia (28. mars 2013). Literature and Culture in Late Byzantine Thessalonica (enska). A&C Black. ISBN   978-1-4411-5584-9 . Afrit af uppruna a 28. juni 2018 . Sott 2. oktober 2020 .
  9. Miller 1907 , p. 236
  10. Lowry 2003 , bls. 115?116.
  11. Clark 2000 , bls. 213.
  12. Seton-Watson 1967 , bls. 31.
   Þessi sogu grein er stubbur . Þu getur hjalpað til með þvi að bæta við greinina .