한국   대만   중국   일본 
Auguste Beernaert - Wikipedia, frjalsa alfræðiritið Fara i innihald

Auguste Beernaert

Ur Wikipediu, frjalsa alfræðiritinu
Auguste Beernaert
Forsætisraðherra Belgiu
I embætti
26. oktober 1884  ? 26. mars 1894
Þjoðhofðingi Leopold 2.
Forveri Jules Malou
Eftirmaður Jules de Burlet
Personulegar upplysingar
Fæddur 26. juli 1829
Ostend , Hollandi (nu Belgiu )
Latinn 6. oktober 1912 (83 ara) Lucerne , Sviss
Þjoðerni Belgiskur
Stjornmalaflokkur Kaþolski flokkurinn
Maki Mathilde Borel (1851-1922)
Haskoli Kaþolski haskolinn i Leuven
Haskolinn i Heidelberg
Starf Logfræðingur, stjornmalamaður
Verðlaun Friðarverðlaun Nobels (1909)

Auguste Marie Francois Beernaert (26. juli 1829 ? 6. oktober 1912) var belgiskur stjornmalamaður og forsætisraðherra Belgiu fra 1884 til 1894. Hann hlaut friðarverðlaun Nobels arið 1909 fyrir storf sin með Fasta gerðardomnum i Haag .

Æviagrip [ breyta | breyta frumkoða ]

Auguste Beernaert fæddist i Ostend , sem var þa hluti af Hollandi, arið 1829. Hann gekk i lagadeild Kaþolska haskolans i Leuven þegar hann var 17 ara. Hann lauk laganami fimm arum siðar með hæstu einkunn. [1] Eftir nam fekk Beernaert jafnframt styrk til að heimsækja aðra evropska haskola og bera saman kennsluhætti þeirra. I 175 bls. ritgerð sinni gagnryndi Beernaert miðstyringu franskra haskola a tima siðara franska keisaraveldisins en hrosaði þyskum haskolum fyrir sjalfstæða starfsemi þeirra. [2]

Að loknu nami hof Beernaert logmannsferil og serhæfði sig i skattaretti. Hann starfaði meðal annars sem raðgjafi belgiska bankans Societe generale de Belgique og prinsins Filippusar . [2] Arið 1859 var Beernaert utnefndur logmaður við afrjyjunardomstol belgiska hæstarettarins. Hann var jafnframt raðinn af meðlimur Orleans-ættarinnar til að hafa auga með fjarhagsmunum þeirra i tengsl við frjalslynda brusselska dagblaðið L'Etoile belge . [2]

Beernaert var kjorinn a neðri deild belgiska þingsins arið 1873 og varð raðherra opinberra framkvæmda i rikisstjorn Jules Malou . I þvi embætti storbætti hann jarnbrauta-, skurða- og vegakerfi landsins. Meðal annars let hann reisa konunglega listasafnið, groðurhusið i Brussel og storsynagogu borgarinnar og helt afram byggingu a domsholl Brusselborgar. [3] Beernaert tok við sem forsætisraðherra efti að Malou sagði af ser arið 1884.

Sem forsætisraðherra lek Beernaert lykilhlutverk i þvi að Kongo varð belgiskt yfirraðasvæði. I mars arið 1885 fol Leopold 2. Belgiukonungur Beernaert að flytja frumvarp a belgiska þinginu sem heimilaði honum að gerast þjoðhofðingi Fririkisins Kongo . Beernaert talaði fyrir frumvarpinu a þinginu og lagði aherslu a að kongoska fririkið myndi vera sjalfstætt riki sem yrði með ollu aðskilið Belgiu. [4] Arið 1890 skrifaði Beernaert undir samning við Fririkið Kongo um 25 milljona franka vaxtalaust lan sem greitt yrði a tiu ara timabili. Að tiu arum liðnum skyldi Belgia annaðhvort fa að innheimta lanið i einu lagi eða innlima nylenduna. A sama tima opinberaði Beernaert bref fra Leopold 2. þar sem konungurinn lysti yfir að hann myndi arfleiða Belgiu að kongoska fririkinu i erfðaskra sinni. [5]

Fra arinu 1890 vann Beernaert að þvi að utvikka kosningarett i Belgiu og sottist eftir þvi að kerfi hlutfallskosninga yrði innleitt i landinu. Arið 1892 naði Beernaert fram stjornarskrarbreytingum sem logðu grunninn að utvikkun kosningarettarins en frumvarp hans um kerfi hlutfallskosninga var hins vegar fellt með miklum meirihluta, meðal annars af flokksfelogum hans sjalfs. Vegna andstoðu ur eigin flokki sagði Beernaert af ser þann 16. mars arið 1894. Konungurinn reyndi að telja hann a að sitja afram og sagt er að hann hafi brostið i grat þegar Beernaert sagði af ser. [6]

Eftir forsætisraðherratið Beernaerts var hann fulltrui Belga a friðarraðstefnunum i Haag arin 1899 og 1907. Hann vann einnig til friðarverðlauna Nobels (asamt Paul Henri Balluet d'Estournelles de Constant ) arið 1909 fyrir storf sin hja Fasta gerðardomnum . Hann var kjorinn forseti domaranefndar gerðardomsins sem for með domsmal indverska sjalfstæðissinnans Vinayak Damodar Savarkar arið 1911. Arið 1912 var Beernaert lagður inn a spitala i Lucerne og lest þar ur lungnabolgu .

Itarefni [ breyta | breyta frumkoða ]

  • C. Carton de Wiart, Beernaert et son temps , La Renaissance du Livre (Brussel), 1945.
  • Edouard Van der Smissen, Leopold II et Beernaert, d'apres leur correspondance inedite de 1884 a 1894 , Goemaere (Brussel), 1920 (2. bindi).

Tilvisanir [ breyta | breyta frumkoða ]

  1. Jean Bartelous, Nos Premiers Ministres, de Leopold I er a Albert I er , 1983, Bruxelles, ed. J. M. Collet, bls. 171.
  2. 2,0 2,1 2,2 Jean Bartelous, op. cit., bls. 172.
  3. Jean Bartelous, op. cit., bls. 174-175.
  4. Jean Bartelous, op. cit., bls. 187-188.
  5. Jean Bartelous, op. cit., bls. 190.
  6. Jean Bartelous, op. cit., bls. 205-209.


Fyrirrennari:
Jules Malou
Forsætisraðherra Belgiu
( 26. oktober 1884 ? 26. mars 1894 )
Eftirmaður:
Jules de Burlet