Olafur Jonsson, raðunautur

Ur Wikipediu, frjalsa alfræðiritinu

Olafur Bjorgvin Jonsson ( 23. mars 1895 ? 16. desember 1980 ) var islenskur natturufræðingur, landbunaðarraðunautur og rithofundur.

Æviagrip [ breyta | breyta frumkoða ]

Olafur fæddist að Freysholum a Fljotsdalsheraði 23. mars 1895 en lest a Akureyri 16. desember 1980. Foreldrar hans hetu Jon Olafsson og Holmfriður Guðmundsdottir. Hann reðst til nams við Bunaðarskolann a Hvanneyri og for svo a Landbunaðarhaskolann i Kaupmannahofn. Þaðan lauk hann profi 1924. Sama ar var hann raðinn framkvæmdastjori Ræktunarfelags Norðurlands og settist að i Groðrarstoðinni a Akureyri. Arið 1949 let hann af storfum i Groðrarstoðinni og gerðist jarðræktarraðunautur hja Bunaðarsambandi Eyjafjarðar og siðar (1955) raðunautur hja Sambandi nautgriparæktarfelaganna þar. Þar vann hann til 1965 er hann varð sjotugur. Auk þessara starfa stundaði hann jafnan rannsoknir a oðrum sviðum i fristundum sinum og sinnti skaldskap.

Bufræðingurinn [ breyta | breyta frumkoða ]

Groðrarstoðin a Akureyri hafði verið starfrækt fra 1903 og þar voru stundaðar ymsar ræktunartilraunir, einkum a sviði skogræktar og garðyrkju. I hondum Olafs breyttist stoðin i alhliða tilraunastoð i jarðyrkju. Olafur birti reglubundið niðurstoður tilraunanna i Arsriti Ræktunarfelagsins, sem hann ritstyrði og skrifaði raunar oft að miklu leyti sjalfur. Eftir að hann sagði starfi sinu i Groðrarstoðinni lausu hof hann utgafu a Handbok bænda og var ritstjori hennar a arabilinu 1950-1960 en bokin kom ut arlega.

Jarðfræðingurinn [ breyta | breyta frumkoða ]

Olafur ritaði margt um jarðfræði Islands og ber þar hæst rit hans Odaðahraun i þremur bindum (1945), Skriðufoll og snjofloð i tveimur bindum (1957), Dyngjufjoll og Askja (1962) og Berghlaup (1976).

Olafur ferðaðist um Odaðahraun og Myvatnsoræfi hvert sumar a arunum 1937 til 1945 og vann skipulega að konnun a landslagi, jarðfræði og gosminjum. Jafnframt safnaði hann heimildum um þessi svæði. Afraksturinn varð ritverkið Odaðahraun, sem kalla ma sigilt rit a sinu sviði, prytt teikningum Olafs og ljosmyndum Eðvarðs Sigurgeirssonar , sem var ferðafelagi Olafs i morgum Odaðahraunsferðum.

I Skriðufollum og snjofloðum rekur Olafur meðal annars vendilega rannsoknir sinar a storum forsogulegum skriðum og berghlaupum a Islandi. Einnig segir hann fra og lysir nokkrum storskriðum erlendis. Annar hluti ritsins er siðan snjofloðafræði og snjofloðasaga landsins. Ritið er að miklu leyti avoxtur af rækilegri heimildakonnun þar sem Olafur for i gegnum annala, timarit og bloð og skrifaði upp ur þeim allt sem laut að skriðum og snjofloðum. Auk þess talaði hann við folk sem mundi eftir slikum atburðum og for um landið og kannaði verksummerki. Olafur tok ser tveggja ara fri fra sinum fostu storfum til að sinna þessu viðamikla rannsoknarverkefni og ritum bokanna. Olafur kallaði fræðigrein sina ofanfallafræði og a þvi sviði var hann bæði brautryðjandi og frumkvoðull herlendis.

Dyngjufjoll og Askja er litil bok sem gefin var ut arið 1962, skommu eftir gosið i Vikraborgum i Oskju . Þa hafði vaknað mikill ahugi a Oskju, eðli hennar og eldgosasogu. Fair þekktu betur til i Dyngjufjollum og Oskju en Olafur eða voru betur fallnir til að svala froðleiksfysn landsmanna um þessar fafornu oræfasloðir. Þess ma til gamans geta að Olafsgigar við Oskjuvatn eru nefndir eftir Olafi.

Siðasta stora visindarit Olafs Jonssonar var Berghlaup, sem kom ut 1976. I Skriðufollum og snjofloðum hafði hann fjallað nokkuð um ?forn framhlaup“ ur fjollum, sem hann nefndi svo, þvi langflest þeirra hofðu orðið a forsogulegum tima. Eftir 1957 einbeitti hann ser að rannsoknum a þessum miklu skriðum, sem hann gaf islenska fræðiheitið berghlaup . Hann for vitt og breitt um landið, skoðaði hlaupin og gerði ymsar athuganir, mældi fallhæð og hlauphorn, skoðaði berggerð, aætlaði flatarmal og rummal. Hann lagði lika mat a aldur þeirra og beitti þa meðal annars gjoskulagaathugunum . Hann grennslaðist fyrir um ornefni, lysti hlaupunum, teiknaði langsnið og tok ljosmyndir. Upphaflega ætlaði Olafur ser að gera heildaruttekt a ollum meirihattar berghlaupum landsins en honum entist ekki starfsþrek til þess enda orðinn sextugur þegar verkið hofst. Þo naði hann að lysa yfir 200 hlaupum i mali og myndum. Bokin var gefin ut af Ræktunarsambandi Norðurlands a attræðisafmæli hans 1975.

Skaldið og rithofundurinn [ breyta | breyta frumkoða ]

Olafur Jonsson var mikilvirkur rithofundur þvi auk þeirra boka og rita sem að framan eru talin sendi hann fra ser skaldsoguna Oræfaglettur 1947 og a sama ari ljoðabokina Fjollin bla . Arið 1978 komu svo ut nokkrar frasagnir og smasogur i bokinni Stripl . Still Olafs einkennist af nattururomantik eins og kannski vænta ma fra miklum natturuskoðara. Æviminningar Olafs komu ut i tveimur bindum a arunum 1971-2 og baru heitið A tveimur jafnfljotum . Nafnið visar til hinna miklu ferðalaga um Odaðahraun auk gonguferða um skriður og berghlaup landsins.

Þegar bækurnar Skriðufoll og snjofloð komu ut 1957 rikti nokkuð andvaraleysi gagnvart ofanfollum og viða hafði sprottið upp þettbyli a snjofloða- og skriðusvæðum. Utgafa bokanna og malflutningur Olafs breytti þvi ekki. Það var ekki fyrr en eftir hin mannskæðu snjofloð i Neskaupstað 1974 og a Suðavik og Flateyri 1995 að menn sau þa natturuva sem bjo i þessum fyrirbærum. Eftir það hafa skipulagsyfirvold verið a verði gagnvart ofanfollunum og til að forðast endurtekin afoll og i þeirri viðleitni hafa bækur og skrif Olafs verið ometanleg.

Heimildir [ breyta | breyta frumkoða ]

Helgi Hallgrimsson 1995. Olafur Jonsson fra Freysholum ? Aldarminning . Glettingur 1995, 40-41.
Olafur Jonsson 1971-72. A tveimur jafnfljotum. Minningaþættir . Prentsmiðjan Leiftur, Reykjavik
Olafur Jonsson 1957. Skriðufoll og snjofloð I og II. Prentsmiðjan Leiftur, Reykjavik
Olafur Jonsson 1976. Berghlaup . Ræktunarfelag Norðurlands, Akureyri