한국   대만   중국   일본 
John Hanning Speke - Wikipedia, frjalsa alfræðiritið

John Hanning Speke

John Hanning Speke ( 4. mai 1827 ? 15. september 1864 ) var breskur landkonnuður sem for i þrja fræga konnunarleiðangra til Austur-Afriku og varð fyrstur til að setja fram þa kenningu að upptok Hvitu Nilar væru i Viktoriuvatni .

Mynd af John Hanning Speke ur bok H. B. Scammel , Stanley and the White Heroes of Africa , 1890 .

Leiðangrar með Richard Burton

breyta

Fyrstu tveir leiðangrar Spekes voru undir forystu Richards Francis Burtons . Hann hafði verið liðsforingi i breska hernum a Indlandi , likt og Burton, en var laus ur herþjonustu, og hugsaði ser að leggja landkonnun fyrir sig. Fyrsti leiðangurinn var farinn til Somaliu arið 1854 . Þar særðust þeir i bardaga við innfædda og voru teknir hondum, en siðan sleppt.

1856 var Burton fenginn til þess af Konunglega landafræðifelaginu ( Royal Geographic Society ) i Bretlandi að styra leiðangri inn i landið til að freista þess að finna upptok Nilar . Þeir Speke logðu upp fra Sansibar og ferðuðust inn i landið, fyrst vestur og siðan norðvestur þar til þeir komu að Tanganjikavatni . Burton aleit jafnvel að það gæti verið upptok Nilar, en þar heyrðu þeir lika af oðru storu vatni sem lægi norðar. Burton var þa orðinn of veikur til að halda afram svo það varð Speke sem fyrstur sa Viktoriuvatn. Þeir virðast hafa bundið fastmælum að biða með yfirlysingar i London þar til þeir væru baðir komnir þangað og tilbunir til að kynna niðurstoður sinar.

Leiðangurinn til Buganda

breyta

Þegar Speke kom aftur til London, a undan Burton, helt hann strax fyrirlestur hja landafræðifelaginu sem olli miklum æsingi. Felagið akvað að kosta nyjan leiðangur, að þessu sinni undir stjorn Spekes, til að komast að þvi hvort þetta nyja vatn væri upptok Nilar. Speke valdi ser skoskan liðsforingja, James Augustus Grant , að forunaut, þar sem þeir Burton voru nu orðnir svarnir ovinir. Þeir Grant logðu upp fra Sansibar i oktober 1860 og ferðuðust landleiðina vestan megin við Viktoriuvatn, an þess að hafa það stoðugt fyrir augum (sem atti eftir að valda Speke miklum vandræðum siðar). Þarna kynntust þeir konungsrikjunum Bunjoro og Buganda og konunginum Mutesa I .

Eftir dvol við hirð Mutesa, heldu Speke og Grant afram ferð sinni að norðurenda Viktoriuvatns þar sem þeir sau Ripponfossa . Þar næst heldu þeir landleiðina eftir anni (an þess að fylgja henni alla leið) og naðu til Gondokoro i Sudan þar sem þeir hittu Samuel Baker . Þaðan heldu þeir svo aftur til Englands.

Gagnryni a athuganir Spekes

breyta

Stærsti gallinn við leiðangur Spekes var að athuganir hans skorti nakvæmni og hann fylgdi þeim am og votnum sem hann sa ekki vandlega eftir til að sannreyna hvernig þau tengdust. Onakvæmari niðurstoður hofðu svo sem oft verið teknar goðar og gildar, en nu var svo komið að Burton og fleiri andstæðingar Spekes i Konunglega landafræðifelaginu nyttu ser þetta ospart til að ofrægja þa kenningu hans að upptok Nilar væru i Viktoriuvatni. Sumir stungu jafnvel upp a þvi að Viktoriuvatn væri ekki eitt vatn, eins og Speke helt fram, heldur morg litil votn, og byggðu þar a þvi hvað athuganir Spekes voru brotakenndar. Burton gældi svo enn við þa hugmynd að Tanganjikavatn væri hin eiginlegu upptok Nilar. Speke gat auk þess ekki synt fram a að ain sem rann ur Viktoriuvatni um Ripponfossa, tengdist Nil, þar sem hann hafði ekki fylgt anni eftir.

Arið 1864 var akveðið að halda kappræður i felaginu, þar sem þeir Burton og Speke myndu rokræða þessi agreiningsefni, en sama dag og umræðurnar attu að fara fram fell Speke fyrir skoti ur eigin byssu þar sem hann var a veiðum a landareign frænda sins. Margir toldu að um sjalfsmorð hefði verið að ræða, en vitnisburðum sjonarvotta bar saman um að þetta hefði verið slys.

Sannprofun athugana Spekes

breyta

Um nokkurt skeið voru kenningar Spekes vart teknar truanlegar i Englandi og efasemdarmennirnir hofðu nað yfirhondinni i landafræðifelaginu. 14. mars 1864 hafði Samuel Baker uppgotvað Albertsvatn og sannreynt að Nil rann um það vatn.

Konunglega landafræðifelagið akvað að fa David Livingstone til að sannreyna þessar kenningar og komast i eitt skipti fyrir oll að þvi hver væru upptok Nilar, en Livingstone for of langt vestur og lagðist a endanum fyrir veikur a bokkum Tanganjikavatns, þar sem blaðamaðurinn Henry Morton Stanley fann hann 1871 . Það var svo annar leiðangur Stanleys sem staðfesti að hugmyndir Spekes hefðu i meginatriðum verið rettar. Stanley gat staðfest að engin tenging væri fra Tanganjikavatni til Nilar, að Viktoriuvatn var eitt stort vatn (hann sigldi umhverfis það) og að ain sem rann ur Viktoriuvatni var Hvita Nil.

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta